Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Blóð Krists og Gralið Helga

Hef undanfarna daga verið að lesa mjög svo umdeilda bók eftir þá félaga Michael Baigent, Richard Leigh og Henry Loncoln, en sameiginlega eru þeir skrifaðir fyrir bókinni Blóð Krists og Gralinu Helga. Bókin kom fyrst út 1982 og er unnið úr heimildarþættinum Cronicle á BBC og voru sýndir á árunum 1970-80.
Eins og segir í inngangi bókarinnar þá má rekja upphaf bókarinnar til ársins 1969, en þá hafði Michael Baigent rekist á rit eitt þar sem fjallað var um prest sem talinn er að hafa “fundið” fjársjóð. Hann lýsir bókinni sem spennu- og skemmtisögu og sagna varð til þess að áhugi hans vaknaði til að rannsaka þessa sögu betur, leyndardóm Rennes-le-Château og prestsins Bérenger Saunière.
En hver er leyndardómurinn, kann einhver að spyrja? Jú, allir muna eftir bókinni og myndinni DaVincy Code en þar fer Dan Brown með kenningar sem hristu heldur betur upp í kirkjunnar mönnum. Einnig muna allir að Dan Brown var einnig sakaður um ritstuld og nýtt sér hugmyndir Michael án þess að nefna svo mikið á bókina Blóð Krists og Gralinu helga.  Framan af rekur Micahel sögu musterisriddarana, Síonsreglunnar, Vísigota, ættartölu Mervíkinga og tengst þeirra við landið helga á tímum krossferðarinnar. Við þekkjum öll þessa sögu. Eða þekkjum við hana?
Þessi saga var reyndar ekki það sem vakti áhuga minn í bókinni, heldur vanga veltur og kenningar un Maríu Magdalenu og Jesús. Voru þau hjón? Áttu þau barn eða börn saman? Var krossfestingin sviðsett eða lifði Jesús jafnvel krossfestinguna af? Er blóðlína Jesús í gegnum Mervíkinga í Frakklandi?
Þetta eru stórar vangaveltur og hrekja þeir biblíusöguna út frá sagnfræðilegum pælingum og komast að þessari niðurstöðu.
 
Varðandi Maríu Magdalenu, þá er að finna í gömlum apokrýfu bókum að hún hafi flúið til Frakklands eftir krossfestinguna og borið með sér gralið Helga (Sang Real) og töldu margir að hér væri um að ræða bikar eða skál en samkvæmt kenningunum er gralið helga ættbogi Jesús. Einnig vilja þeir meina að María Magdalena hafi verið komin af stórri og ríkri fjölskyldu af ætt Benjamíns, en ekki verið skækja eða geðveik kerling sem Jesús hreinsaði af illum öndum. Einnig vilja höfundar meina að María hafi verið frá Magdal en ekki heitið Magdalena! Einnig telja þeir að María sé sama María og getið er í sögunni af Maríu og Mörtu,en þær áttu bróðir sem hét Lazarus! Og til að kóróna kenninguna þá hafi brúðkaupið í Kana, þar sem Jesús breytti vatni í vín, verið brúðkaup hans sjálf og Maríu! Allavega, Gyðingar á tímum Jesú giftu sig í kringum 16 ára aldurinn og:

“ … í ljósi menningarhefðarinnar er afar ósennilegt að Jesú hafi ekki kvænst alllöngu áður en hann hóf að predika. Hefði hann haldið fast við einlífi hefði hann valdið óróa, viðbrögðum sem hefðu skilið eftir sig spor. Þess vegna er þögn guðspjallanna í þessu atriði ekki röksemd fyrir því að hann hafi verið ókvæntur, heldur þvert á móti. Í samfélagi Gyðinga á þessum tíma hefði einlífi verið svo óvenjulegt að það hefði vakið mikla athygli og kallað á athugasemdir.” (bls. 365. Blóð Krists og  Gralið helga).

Og samkvæmt ákvæðum Talmúd um þetta efni eru skýr: Ókvæntur maður má ekki vera kennari!


Þá er komið að krossfestingunni. samkvæmt Biblíunni var Jesú krossfestur að morgni föstudags og látinn um kvöldið. Samkvæmt Rómverskum skrifum um krossfestinguna, þá getur maður lifað í 1 til 7 daga á krossinum svo framarlega að sá krossfesti hafi einhvern stuðning, þ.e. ef fætur voru ekki brotnar undan þeim krossfesta, eins og líst er í Rómverskum sögnum frá þessum tíma. Annað er athyglisvert er það að ef Rómverja á annað borð krossfestu einhvern, var alveg útilokað að þeir afhentu fjölskyldu hins krossfesta líkamann, heldur var hann látinn hanga lengi á eftir og urðaður síðan. Einnig er nokkuð víst að ef Jesú hafi fengið edikblöndu eða edik að drekka, þá má gera ráð fyrir að hann myndi hressast við það, en Biblían segir að hann hafi gefið upp andann stuttu seinna.
Svo ber þeim guðspjallamönnum hreinlega ekki saman hvernig krossfestinginn bar að, undanfara hennar og eftirmála. Það vita þeir sem lesið hafa Biblíuna hvað átt er við.

“Krossfestingin, eins og Rómverjar framkvæmdu hana, fylgdi nákvæmum reglum. Þegar dómur var fallinn var fórnarlambið hýtt og viðnámsþróttur þess minnkað vegna blóðmissis. Síðan voru útréttir handleggir festir við þungan bjálka, oftast með leðurreimum en stundum með nöglum. Bjálkinn var síðan lagður lóðrétt yfir háls og herðar fórnarlambsins og það síðan leitt á aftökustaðinn með bjálkann á herðunum. Þar var bjálkinn reistur og festur við staur eða stólpa og fórnarlambið látið hanga á honum.
Fórnarlambið sem hékk á höndunum, gat ekki náð andanum, nema fæturnir væru einnig festir við krossinn, en þá gat viðkomandi stigið í fótinn og létt þannig á þrýstingnum á brjóstinu.” (bls. 387, Blóð Krists og  Gralið helga)

Svo er það Kristnidómurinn. Hvernig Kristin trú var lögleidd í Rómaríki og hvaða guðspjöll voru valin í hið helga rit. Til eru rit sem ganga undir heitinu Apokrýfu og er talin geyma þau guðspjöll sem fengu ekki sess í Biblíunni, eins og Tómasarguðspjallið, þá er ekki fjallað um Jesú sem guðlegan mann, heldur mannlegan. Konstantínus nýtti sér guðspjöllin til að setja saman rit sem fell að Rómverskum siðum og trúarbrögðum, ein og mörg dæmi sanna í heiðnum trúarbrögðum. Hinn kristni heimur heldur uppá fæðingu Jesú 25. desember þó vitað sé að hann hafi fæðst 6. janúar. Venjulegur Rómveri sætti sig frekar við kristna trú, þegar búið var að fella hana að rómverskum siðum. Rómverjar trúðu á ódauðleika guða sinna og Konstantínus var sóldýrkandi.

Ég ætla ekki að eyða meiri tíma í að fjalla um efni bókarinnar en hvet alla að lesa þessa bók. Hún er skemmtileg og fræðandi. Kannski ekki “heilagur sannleikur” frekar en Biblían en vekur upp spurningar.

Nýtt lækningaundur?

Jæja, einhver aðili í Hvítasunnusöfnuðinum, telur sig hafa krafta til að "af-homma" fólk með góðum árangri! Ok, gott hjá honum. Ég hélt að Gunnar í Krossinum væri með einkaleyfi á þessu. Ég spyr, fyrst svona trúarhópur telur sig geta "lagað" eðli mannsins með yfir-handar-lagningu og ameni, hvers vegna laga þeir þá ekki hinn eitraða huga barnaníðinga, morðingja, ökuníðinga, nauðgara, eitulyfjasala, morðóðra forseta og rasista svo nokkur dæmi séu tekin? Það væri verðugt verkefni fyrir þessa sjálfskipuðu að vinna í slíku verkefni og ef þeir sýndu sama árangur og þeir telja sig geta gert gagnvart samkynhneygðum, þá væru þeir bara frábærir!

Bara spyr, það væri nefnilega allt í lagi að trúarhópur boði Guðstrú og allt, en þeir ættu að halda sig við það.
Shocking


Um hneigð og isma

Jæja, það er ekki að spyrja að því að hinir "hreintrúuðu" eru farin að blanda saman tilfinningum mannskeppnunar saman við glæpi og isma. Hinir "hreintrúuðu" hljóta þá í gegnum tíðina hafa verið "hneigðir" til glæpa, því að mankynsagan segir okkur að hér áður fyrr, áður en einhver fattaði uppá Netinu, þá fóru menn gráir fyrir járnum í Krossferðir og drápu mann og annan. Þá "hneigðust" menn til til að "bjarga" trúnni úr höndum hinna ótrúuðu, þó svo að þeir trúðu reyndar á sama Guðinn, bara trúðu ekki á sama spámanninn. Á þeim tíma, í nafni trúarinnar, myrtu þessir trúfrelsarar saklausar konur og börn og þótti ekki tiltökumál hjá þeim að kveikja í nokkrum þorpum og borgum á leiðinni til Landsins helga og á leiðinni heim, sér til skemmtunar. Trúbræður þeirra "hneigðust" líka til að brenna nokkra kellingar á báli, af því að þær "hneigðust" til trúvillu að þeirra sögn og þótti bara smart á þeim myrkum miðalda að stunda slíka skemmtun, allt í nafni trúarinnar. Þjóðir heimsins hafa í gegnum tíðina "hneigst" til að stunda manndráp á hvort öðru og kölluðu þessar þjóðir sig Krisnar margar hverjar og ekki lagaðst nú ástandið í seinni heimstyrjöldinni, þegar kexruglaður geðklofi "hneigðist" til að útrýma gyðingum, þrátt fyrir að hann hafi sjálfur verið gyðingur a.m.k. einum þriðja og nýjasta dæmið er að afkomendur þessara sömu gyðinga eru núna að myrða saklaust fólk, bara vegna þess að hinir "hneigjast" til að vera á móti útþennslustefnu og afskiptasemi þeirra. Bandaríkjaforseti, sem "hneigist" til að trúa á Guð, eða hreinlega vera Hans hægri hönd hér á jörð, "hneigist" til að hamra á hryðjuverkamönnum, sem af einhverjum óútskýranlegum ástæðum virðast "hneigjast" til að vera Islamstrúar! Þannig að sjá má af þessu að "hneig" er örugglega sjúkdómur! Ég myndi örugglega leggja við hlustir ef bókstafstrúarmaðurinn á Akureyri myndi nota aðstöðu sína til að benda okkur á "hneigðir" okkar til að vera að skipta sér af skoðunum, löngunum, tilfiningum og draumum annara, í stað þess að sætta sig við manninn eins og hann er, virða skoðanir og þá sem eru heiðarlegir, í stað þess að ráðast á homma og lesbíur! Eins og ég sagði einhverntíman við vin minn, sem var að tjá sig frekar ósæmilega um homann á næsta borði: "Ég vildi miklu frekar umgangast 100 homma og lesbíur, sem væru heiðarleg við hvort annað og bæru virðingu fyrir umhverfi sínu, en 1 kolrugluðum, ofbeldis"hneigðum" hvítum, gagnkynhneigðum bjána!".
Verið góð við hvort annað.

Trúboð

Er nýkominn inn í hlýjuna af stéttinni eftir að tveir ungir Mormónar voru búnir að halda mig á "tjatti" um Mormónabók. Kræst! Hefur einhver lesið Mormónabók? Ekki ég, að minnsta kosti.
Ég bennti þeim veiðimönnum á að þeir væru kannski ekki á réttum stað á plánetunni! Íslendingar væru langtrúaðastir af öllum, samkvæmt einhverri gamalli skoðanakönnun! Hvort sem það væri trú á JK eða Peninga eða hreinlega á eitthvað annað. Annars voru þeir ágætir, strákarnir, töluðu íslensku og allt, reynda svolítið bjagað, en vel hægt að skilja þá. Kenndi þeim meira að segja nýtt íslenskt orð, sjálfboðaliði. Þeir voru ánægðir með það. Vildu endilega gefa mér bók, sem ég afþakkaði pennt, ætti nóg af bókum. Ætti meira að segja Biblíu og þrjár til fjórar úgáfur af Nýja Testamentinu frá Gideonfélaginu. Var reyndar að reyna að koma því inní umræðuna þessa nýju upplýsingar um Júdas, sem Discovery var að fjalla um í þætti á dögunum. Fræddi þá um að Páfinn í Róm væri eitthvað að missa sig yfir þessum upplýsingum. Sá hér á trúarblogginu, að ástæða fyrir öllum þessum miskilningi væri röng þýðing á trúarritunum. Held að það sé bara rétt.
Komið hafa fram ýmis rit í dagsljósið, sem hafa valdið trúarleiðtogum hugarangri, en hvað vita þeir? Eru þeir upphaf og endir alls? Hvað vitum við um þessi mál í raun? Voru kannski Guðirnir geimfarar, eins og Eric von Döniken fjallar um í þríriti sínu?
Kannski eigum við eftir að upplýsa margt, en margt hefur farið forgörðum, vegna þess að menn hafa verið iðnir við að farga ritum, sem falla ekki að þeim kenningum, sem trúarleiðtogar vilja halda í heiðri, eingöngu til þess að hafa stjórn á lýðnum. Allstaðar er þessi "pólitík" að vasast í. Ætti í raun að kalla þetta "trúartík".

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband