Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Furðulegt!

Alveg er það furðulegt þetta blogg hérna hjá mér. Nú er ég búinn að hamast við að skoða nýjar bloggfærslur frá vinum mínum, en ef mig misminnir ekki , var ég að skoða nákvæmlega sömu færslur í gær! Það kemur nefnilega fyrir að ég skoða ekki færlsurnar nema endrum og eins, þ.e. 3-4 í viku, má bar ekki vera aðí, eða þannig. Nú, ég er í páskafríi eins og fleiri í dag og því gaf ég mér smá tíma til að líta á herlegheitin og hlakkaði smá til. Kvittaði hjá sumum og las hinar. Grillaði svo fyrir fammilíuna, opnaði eina rauðvínsflösku, sötraði restina yfir Walk the line og 24. Svo fór ég á bloggið aftur og ég hugsaði með mér, hve vinir mínir væru obboðslega dugleg við að blogga þennan tíma, barasta allir komnir með nýjar færslur og ég var að klára alla fyrir kvöldmat! Errm en þegar betur var að gáð, þá var þeð eina sem var nýtt, voru commetinn frá öðrum Woundering
Annað hvort er kerfið orðið ruglað eða ég. Ég veðja á kerfið, því að ég varð ruglaður fyrir svo löngu síðann, að það var áður en mbl hóf að halda þessum  vef úti. Sideways
Þetta sýnir þó að ég er þó að rembast við að fylgjast með færslunum, en það er nú samt óþarfi að vera að blekkja mig. Hvað er eiginlega í gangi, ha? Shocking

Bloggið í messi?

Ég hef tekið eftir því síðustu daga að ég (og fl.) eru að lenda í "böggi" þegar þeir vista athugasemdir sínar. Um daginn fékk ég alltaf upp villumeldingu þegar ég var að svara og fór til baka og vistaði aftur, og aftur og aftur. Svo gafst ég upp, og fór svo á þráðinn aftur og viti menn. Ég svaraði bara 4 sinnum án þess að ég gæti gert nokkuð í málinu Frown

Í dag hef ég aftur orðið fyrir þessu að fá upp villumeldingar, þegar ég er að svara í athugasemdir.
Gaman væri að heyra í fleira fólki og hvort að þetta sé að gerast hjá þeim oft.

Svar óskast. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband