Færsluflokkur: Dægurmál

Að skrifa undir nafnleynd!

Í bloggi mínu hér á undan er ég að fjalla um ritskoðun og eins og þið sjáið sem lesið þessar bloggfærslur mínar, er ég ekki að fela mig undir einhverju "nikki" þar sem hið raunverulega nafn mitt kemur ekki fram. Ég hef ekkert að fela. Einhver sem kýs að kalla sig DoctorE svaraði í athugasemd við síðustu færslu og hef ég kannski ekkert við það að athuga að fólk skrifi í athugasemdir hjá mér. En andskotinn hafi það að ég kæri mig um það að einhverjir drulludelar séu að krumpast hér á blogginu mínu án þess að þora að koma fram undir eigin nafni!
Hvaða sjálfskipaði ******háleisti er þessi DoctorE?

Heyrði það í Íslandi í dag að einhver prestræfill fengi það óþvegið af blogg gestum og flestir kjósa að koma ekki undir nafni, bara svo að þeir geti hraunað yfir karlgreyið að seku eða ósekju.
Ég þarf ekki endilega að vera samála manninum en ég hef heldur ekkert leyfi til að gagnrýna hann undir dulnefni.

Ég legg ekki í vana minn að vitna í Biblíuna en læt hér fljóta með góða ábendingu sem vel á við:

"Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum"!

Farið í friði. 


Ritskoðun!

Samkvæmt fréttum dagsins eru miðlar, sér í lagi þá MBL.is farnir að ritskoða hugsanir og skrif fólks og búnir að loka á einn! Fyrir það að segja sína skoðun. Hvort sem maður er sammála eða ekki, hélt ég að fólk mætti segja sína skoðun, hann hlítur að geta borðið ábyrgð á sínum skoðunum.
Ég velti því líka fyrir mér að það sem ég og við sem erum að fjalla um "saklaus" mál, séum ritskoðuð líka? Ef svo er, hef ég ekki áhuga á að halda uppi bloggi á þessum stað. Ekki það að ég sé endilega að hrauna yfir mann og annan, nenni því ekki lengur, heldur geri ég greinamun á "ritskoðun" og almennri skoðun og heimsókn á síðuna, fólk sem gefur commett á það sem verið er að fjalla um og hafa möguleika á að svara. Sama hvert málefnið er, svo framandi að það er ekki meiðandi á neinn hátt en sé haldið sig við réttmæta gagnrýni.

Kveðja 


Moldarstúss og ferðalag

bakverkurHa, fékk mér kerru. Svona netta kerru til að fara með heyið af ekrunni minni, sem húsið stendur á (um 1000 ferm) Og fyrst að ég var nú kominn með kerru, ákvað ég að fara að stússast eitthvað í garðinum mínum og fór að kantskera, rífa upp gamlar hríslur, sem ég dæmdi til dauða, enda óttalega væskilslegar, greyin. Klippti, skar og bograði. Gróðursetti svo nýjan Heggstaðavíðir í staðinn fyrir hríslurnar, sem voru dauðar og gat svo varla hreift mig í 4 daga á eftir af kvölum í bakinu! Ansans vitleysa er þetta! Það er greinilegt að einhverjir vöðvar í bakinu á mér föttuðu alt í einu að þeir voru þarna til staðar og emjuðu af sársauka, þetta var svo slæmt að ég gat varla snúð mér við í rúminu! Hvarflaði að mér að láta doktor líta á þetta, hélt bara að þarna væri klemmd taug eða eitthvað. En er allur að koma til, gat meira að segja farið í golf í gær!

En framundan er ferðalag og því verð ég ekki mikið á blogginu fram yfir Verslóhelgina. Við erum að skella okkur á Súðavík og nágrenni, (skilst að Ísafjörður sé næsti bær við) og ætlum að flakka um firðina í heila viku, stoppa svo við hjá mömmu í sveitinni í bakaleiðinni. Þannig að ég er farinn í tveggja vikna bloggfrí og læt ykkur svo heyra og sjá ferðasöguna, ef það er frá einhverju að segja, alla vega að sýna ykkur myndir af Vestfjörðum.

Hafið það gott á meðan Cool


Finnsk skemmtisaga 3

mynd3

Hér kemur þriðja sagan af þeim bræðrum óborganlegu: 

Þeir Pekka og Júkka voru einu sinni í ökuferð upp í sveit, þeir eru jú finnskir sveitamenn og óku eftir dæmigerðum mjóum sveitavegi. Pekka sat við stýrið. Svo komu þeir að krappri blindbeygju þegar annar bill kemur skyndilega á móti þeim, öfugu meginn og átti Pekka fullt í fangi með að forðast árekstur. Stórvaxinn finnsk svitarkona sat við stýrið í hinum bílnum og um leið og hún skaust framhjá, stakk hún höfðinu út um gluggann og kallaði: - SVÍN!
Pekka var einnig með opinn glugga, stakk hausnum ú tog öskraði með kreptan hnefa á lofti: BELJA!
Þegar þeir Pekka og Júkka komu út úr beygjunni óku þeir aftan á það starsta svín sem þeir höfðu á ævi sinni séð!

Tounge


Dæs! - (stuna á íslensku)

Stundum þarf maður að "dæsa". Stundum dæsir maður yfir engu sérstöku, en oftast er það nú vegna þess að manni mislíkar eitthvað, en það kemur fyrir að maður dæsir vegna þess að manni líður vel. Svo að maður tali nú aðeins um neikvæða dæsið, þá getur maður dæst töluvert yfir heimsku manna, líka minni eigin heimsku, því enginn er fullkominn, því miður eða sem betur fer, kannski. Ef allir væru fullkomnir, myndi maður þá ekki bara dæsa af leiðindum? Ég t.d. dæsi í hvert skipti sem ég mæti bíl með þokuljósinn í botni, þrátt fyrir að engin þoka er sjáanleg! Bara af því að það er hægt að kveikja einhver f*****g þokuljós, þurfa ansi margir að monta sig yfir því að sýna öðrum bílstjórum, að bíllinn þeirra er með flott þokuljós. Og stundum dæsir maður yfir því að mæta bíl, sem er kannski bara með kveikt á stöðuljósi og kemur ansi oft fyrir að maður mætir svoleiðis bíl í myrkri. Það kemur nú stundum stórt dæs frá manni þegar hljóðkútslausir bílar eru að þenja sig upp og niður götuna hjá manni. Einnig er hægt að dæsa hressilega yfir pólitíkinni, reyndar verður það meira hnuss en dæs, sérstaklega þegar sandkassaleikirnir byrja á Alþingi.

Eins og ég nefndi áðann, þá er líka hægt að dæsa þegar manni líður vel, t.d. í dag, dæsti ég yfir fallegu veðri hér á nesinu á leiðinni heim úr vinnu, bjart og fallegt veður, fjallahringurinn í öllu sínu veldi. Ég dæsti líka yfir því að vera kominn í helgarfrí og dæsti vel yfir núðluréttinum, sem ég mallaði fyrir familíjuna í kveld. Og þvílíkt dæs þegar ég settist í nýja sófann yfir fréttunum í kvöld! Og ég get lofað ykkur því að það verður dæsað þegar ég fer að sofa í kvöld, eftir að hafa lesið í hinu nýja tímaritinu hans Illuga, Sagan öll. Flott tímarit um sagnfræði og ég dæsi yfir skemmtilegri sagnfræði.

Dæs fyrir því! Cool


Snillingur?

Ég er snillingur eða hvað? Í blogginu hér á undan lauk ég færslunni með því að varpa þeirri spurningu fram að hvort Eiríkur H skyld nú vinna Júró?  Og viti menn. Hann vann! Ég hef heyrt að menn sem verða veikir, falli í trans og svoleiðis, en þetta var ótrúlegt.
Hitt er svo annað mál að mér þótti flest lögin af þessum 9 sem tóku þátt, ekkert hreyfa við mér. Ef ég miða við lögin sem tóku þátt í fyrra, þá voru mörg þeirra góð, en af þessum lögum í gær, þá fannst ég hafa heyrt þau áður. Sorry!
Svo var líka athyglisvert að sjá framsetninguna á keppninni. Þetta er sönglagakeppni ekki söngvarakeppni og allar kynningar snérust meira og minna um söngvarana, en ekki höfunda laga og texta. Kom það berlega í ljós þegar tilkynnt var að lagið "Ég les í lófa þinn" hafi orðið sigurstranglegast, þá var það eins og Eiríkur hafi samið lag og texta! Ekki er ég þó að gera lítið úr Eika-tröllinu, hann stóð sig vel eins og venjulega með allt sem hann gerir, og hann missti ekki "kúlið" eins og einhver hafði orð á.
Kannski er erfitt að skipuleggja svona keppni og reyna að gera hana þannig úr garði að hún sé sönglagakeppni, en við föllum alltaf í þá gryfju að velja söngvara ekki lag og texta. Sjáið hvað gerðist í fyrra! Regína sat eftir heima með lang flottasta lagið og Silvía Nótt vinnur út á "sjóvið". Ég er sannfærður um að Regina hefði komist í undanúrslit í fyrra. Sannfærður. Hún hefði lent í eitthvað af 10 efstu sætunum!
En ég óska samt Eiríki Haukssyni, Sveinni Rúnari Sigurðssyni og Kristjáni Hreinssyni til hamingju!


Hóst hóst (snýt og hrækjur)

Dolitid kvebbadur og vaknadi í morgun eins og visky-róni eftir þriggja vikna túr! En samt i vinnu! Þessi flens er að hellast yfir þjóðina þessa daga og ég verð var við það hjá nemendum mínum. 3 dagar og uppí viku fra´vegna veikinda! er það furða þó að maður sé orðinn slappur, enda eru kennarar eins og svampar, þegar flensur eru annarsvegar, enda eru krakkagreyin að rayna að mæta í mismunandi ástandi í skólann, einmitt þegar þau eru smitberar.
Ætla snemma i rúmið í kvöld, alveg pottþétt, þó ekki fyrr en eftir Úróvísíon í kvöld.

Skyldi Eiríkur H vinna?


Jólaljósa-raunir II

reflection.jpg

Jæja, fjandans serían er komin upp! Það tók mig aukaferð í næsta bæjarfélag og samtal undir fjögur augu við ágætan verslunarstjóra í ákveðnu fyrirtæki, til að fá hana í lag. Ég mætti með hönkina og rétti honum hana og sagði:
Bilað!
Hann starði á mig sljóum augum, greinilega komin strax með jólaþreytu, tók við pokaum, opnaði hann og leit ofan í hann.
Hvað á ég að gera við þetta, stundi hann lágt.
Það veit ég ekki, sagði ég, en ég kaupti þetta dót hjá þér í fyrra og þá átti þetta sko að vera það næst besta, (kostaði 15.000 kall, það besta átti að kosta 25.999 kall), ég var orðin hundleiður á ljósaslöngunum. Mér var þá sagt að það væri að minnsta kosti 5 ára líftími á þessu!
Hann tók upp eina festinguna og leit á hana smá stund og svo stundi hann mæðilega.
Æ, þessar! Þær eru nú ekkert sérstaklega góðar, skal ég segja þér, við erum með aðrar, reyndar svolítið dýrari (hm) en þessar eiga það til að bila.
Nú, hváði ég. Í huga mér flaug sú mynd að taka hönkina og vefja henni utan um karlgarminn og kasta honum á vegg. Ég stillti mig, enda dagfarsprúður maður að sögn.
Hvað er þá hægt að gera, ég er búinn að hrista seríuna duglega og hún vill ekki gegna!?
Hm, skildu þetta eftir, ég læt líta á þetta. Komdu bara á morgun og við sjáum til hvað gerist.
Hönkin varð eftir og ég labbaði út.
Sótti svo hönkina í dag.
Þegar ég geng inn í verslunina, mætti ég verslunarstjóranum og ég gat ekki betur séð en að hann glotti!
Hvað, sagði ég með undurnartón!
Það var í lagi með hana, glotti hann.
Og?
Reyndar fór hún ekki að loga fyrr en búið var að skoða um 70 perur, (serían er 80 ljósa!) og það varð ljós! Hann rétti mér pokann og glotti.
Fínt, sagði ég, það er ágætt á ykkur að svitna yfir því að finna út úr biluninni, frekar en ég. En á hún öll að detta úr sambandi ef pera fer?
Hö, reyndar voru þær nú 3!
Jahá, sagði ég. Og allar þarna aftast?
Nei. Glottið var horfið. Víðsvegar um seríuna.
En, átti ekki bara smá hluti seríunnar að detta út ef pera fer? spurði ég aftur.
Reyndar á hún að gera það, hún er skipt í 8 parta, þannig að ef ein pera fer, slökknar á 10 perum.
En, þú sagðir að þið hafið skipt um 3 perur.
Hann gafst upp, sá að orustan var töpuð. - OK, hvæsti hann, hún er þá eitthvað göllum, þú færð perurnar fríar og vinnuna og mátt eiga þetta hér! Hann henti í mig tæki, var eins og ofvaxinn penni í laginu.
Hvað á ég að gera við þetta? spurði ég.
Þetta er leitari, þetta tæki á að finna hvar pera er sprungin og sambandleysi verður á seríum. Hann strunsaði í burtu.

Ja hérna hér! Þeir sem sagt framleiða tæki til að finna bilun á ljósaseríum og selja á 1000 kall stk. í stað þess að vera með almennilega, ógallaða vöru!
Ég ákvað að láta þetta gott heita, tók hönkina og setti seríuna upp þegar heim kom , reyndar var það sonur minn sem prílaði utan á húsinu (hann er sko ekki minna lofthræddur en ég!) en við fengum koss frá konunni og mömmu í staðinn. E n ég kaupi ekki fleiri seríur til að setja utan á húsið!
AmenWhistling


Jólaljósa-raunir!

94091.jpg

Arrrrrrrrrrg!
Ég hef undanfarin ár verið að kaupa ljósaslöngur á húsið mitt og í hvert skipti sem ég setti slöngurnar upp ári seinna, þurfti ég að henda þeim og versla nýjar. Var þetta að verða einn dýrasti parturinn af "jóla"-undirbúningnum hjá mér og var farin að leiðast þessi eyðslusemi í handónýtt drassl. Tók svo afdrifaríka ákvörðun um miðjan des í fyrra og "fjárfesti" í dýrum ljósum, kostuðu 15.000 kall og átti sko að vera 10 ára ending á þeim. Ég auðvitað trúði því eins og ansi (tilvitn. Með allt á hreinu) og setti þau upp með ærnum tilkostnaði og stigabrölti. (er nú pínu lofthræddur, sko) Ég byrjaði sem sagt að skrúfa lykkjur á allan kassann hjá mér og voru þetta um 80 ljósa sería. Lagði mig í stórhættu vestan meginn á húsinu, því að þar var langt, langt að komast upp, (sendi reyndar son minn) heilir 4,5 metrar og stiginn ekki nema 2 og ég lofthræddur (hefur komið fram áður). Nú, nú, allt í lagi með það, þetta var víst svaka flott, sögðu nágrannarnir og hvöttu mig til að klára svo hringinn og var það sett á áætlun næstu jól. Núna um helgina var svo allt dregið fram og yfirfarið og stungið í samband. ARRRRRG! Virkaði ekki! Ég kaupa peru! ARRRRRG! Virkaði ekki! Ég tala við rafvirkja og rafvirki ekki hafa tíma! ARRRRRG!

Þetta ljósa-seríu-peninga-austurs-kjaftæði endaði þarna á sunnudeginum, því að hér með er ég yfirlýstur andstæðingur ljósasería og svoleiðis húmbúkki, sem eingögnu er til sölu, til að æra dagfarsprúðan mann (hef víst minnst á það áður) eins og mig og ætla ekki að vera ljósaseríu-fíkill lengur!!!

Reyndar laumaði nú frúin að mér 2 kössum með 100 ljósa seríu, sem ég kastaði yfir birkikvistinn hjá mér! Fékk ljósin á 300 kall kassann á útsölu í jan á þessu ári. Hm, kannski er það bara best, kaupa nógu ódýrt drassl, sem dugar rétt yfir jólin og henda þessu svo! 

Kræst, hvað ég þoli ekki léleg jólaljósCrying


Hvala-Kristján

Hlustaði á viðtal í gær á RUV þar sem breski sendiherran tjáði sig um væntanlegar hvalveiðar íslendinga. Hann taldi það vera litlir hagmunir í húfi fyrir okkur að fara út í þessar veiðar, bæði vegna markaðsmála og sölu og einnig vegna þess álits eða álitshnekki sem við íslendingar verðum fyrir, þegar veiðar hefjast. Þegar eru nokkrir búnir að senda frá sér mótmæli. Hitt er annað mál að ef og þegar hvalveiðar hefjast, þá mun það skaða ferðamannaiðnað okkar íslendinga g þar erum við að fórna miklum hagsmunum fyrir minni. Ég heyrði einnig viðtal sem tekið var við Kristján "hvala" Loftsson þegar hann koma að landi í Hvalfirði og ég held hreinlega að maðurinn hafi verið illa haldinn af sjóveiki, þegar viðtalið átti sér stað. Hann krafðist þess að sendiherranum yrði vísað úr landi fyrir ummmæli sín í sjónvarpinu, eitthvað í sambandi við meiðandi athugasemdir í sinn garð og vegna hvalveiðanna. Eitthvað í sambandi við það að Kristján hafi bara aldrey heyrt annan eins óhróður áður og það af háttsettum embættismanni eins og sendiherra Breta. Ég var ekki var við að sendiherrann hafi haft meiðandi ummmæli eða óhróður í garð Kristjáns, þrátt fyrir að hann hafi bennt á (samkvæmt sinni skoðun og sjálfsagt annara) að hvalveiðarnar væru mistök. Hann var að segja sína skoðun. Nema kannski sú ábending eða spurning sem sendiherrann varpaði fram, "Hver mundi græða á hvalveiðunum?" Kristján Lofstsson ætti frekar að fara út í arðbærari viðskipti en hvalveiðar, það er mín skoðun, t.d. það væri gargandi markaðssnilld að bjóða ferðamönnum í siglingu á Hvali 9 til að "veiða" hvali á annan hátt og er ég nokkuð viss um að Kristján mun örugglega græða meira á þeim viðskiptum en draga dauð dýr í land.

Og fyrir þessi örfáu skepnur munu hagsmunir okkar íslendinga skaðast miklu meira en hagsmunir Kristjáns í þessu máli og hver ætlar þá að borga brúsan að því tjóni sem verður? Kristján? Ríkisstjórnin eða sjávarúvegráðherra? Nei, örugglega ekki. Að gera bátinn klárann hefur kostað sitt, að viðhalda þessum eignum í Hvalfirði kostar sitt og ef Kristján á skítnóg af peningum, þá er það allt í lagi, hann má spreða þeim eins og hann vill. en ekki á kostnað ferðamannaiðnaðar sem er viðkvæm atvinnugrein hér á og er, samkvæmt síðustu tölum Ferðamálasamtaka, að verða mikil fjölgun á ferðamönnum hingað til lands. Ætlar Kristján að hafa það á samviskunni, er viðkvæmt fólk hættir við að koma til landsins, bara út af hvalveiðum?

Ég bara spyr! 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband