Færsluflokkur: Ferðalög

Rigning=17. júní

Jæja, stefnir í að það verði rigning þann 17. eins og venjulega. Eins og er þessa stundina er bæði ROK og RIGNING, semsagt ekta 17. júní veður. Ég man varla eftir að það hafi verið sól og blíða á þjóðhátíðardaginn, enda tók bæjarfélagið mitt þá ákvörðun fyrir mörgum árum síðan að hafa það sem standard að öll hátíðardagskrá færi fram innan húss, engin séns tekinn á neinu lengur. Enda hver nennir að húka undir rifinni regnhlíf að reyna að hlusta á fjallkellu og ræður undir bergmáli? Ekki hann ég! Ætla að mæta á svæðið í íþróttahúsinu og fá mér kaffi og kleinu, svolítið þjóðlegt, hlusta á söngvarakeppni, líka orðið þjóðlegt, og fara svo heim og grilla inní bílskúr, því að ekki geri ég ráð fyrir að ég fái logn til þess, frekar en aðra daga. Reyndar ætla ég og fjölskylda mín að leggjast í útrás til Danaveldis fljótlega og er ég viss um að þá fer að rigna eldi og brennisteini þar, en nú þessa daga hefur verið um 25 stiga hita uppá dag frá því um miðjan maí. Verður þetta eina ferðalagið mitt í sumar því ekki nenni ég að liggja í roki og rigningu á klakanum.

Heima er best!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband