DaVinci code

Ég á alveg eftir að sjá þessa mynd, hef heyrt að hún sé bara nokkuð góð þótt hún sé ekki eins góð og bókin. Þegar ég las bókina, má segja, eins og vinkona mín orðaði það, að maður varð hreinlega öryrki á meðan, það varð ekkert úr verki hjá manni, las fram á nótt, las þegar maður kom heim úr vinnu, las eftir mat og las svo meira þegar komið var uppí rúm, gerði sem sagt ekkert annað en að lesa! annað eins gerðist þegar Englar og djöflar var tekin spjaldanna á milli, las bókina á tveim sólarhringum eða svo. Reyndar var það spennan sem hélt mér við lesturinn, ekki endilega plottið um Jesú og Maríu, ég lít á þessar bókmenntir bara sem skemmtilega skáldsögu, þó að hugmyndin sé góð, þ.e.a.s. þetta með Jesú og Maríu. Eins og fólk veit þegar, þá áttu þau, samkvæmt bókinni, að eiga barn saman og náði María og barnið að flýja til Frakklands og þar séu Mervíkingar afkomendur þeirra. Skemmtilegt. Var það ekki í Matrix einmitt stafræn persóna sem var kallaður Mervíkingurinn? Bara pæling.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband