Í málaraham!

Það kom að því. ég hef ekki verið duglegur að blogga enda hin hefðbundna rútína byrjuð eftir sumarfrí. Þó svo að maður sitji nánast við tölvu daglega, er það aðallega að undirbúa kennslu og gera allt klárt og auðvitað má maður ekki vera að því að bloggast í vinnunni. En til að hlaða batteríin eftir vinnudaginn, framlengi ég honum á vinnustofu minni og fell í trans í tvo til þrjá tíma, eða svo. Það gerðist einmitt í gær. Ég var að taka á móti kunningja mínum á vinnustofuna og fór beint eftir vinnu. Hann sat hjá mér í 45 mín og þegar hann fór var klukkan orðin 18.00. Undir venjulegum kringumstæðum hefði maður bara farið heim og farið að föndra með matseld eða eitthvað, en það var einhver árátta sem greip mig og ég tók pensil í hönd og stillti mér upp fyrir framan strigann. Ég hafði í síðustu viku grunnað hann og var búinn að draga á hann útlínur af tveim fígúrum, tveim strákum í vinnugalla í fiskhúsi  og beið myndin eftir því að ég héldi áfram. Ég blandaði liti og byrjaði að mála og ég eiginlega vissi ekki af mér fyrr en þrem tímum seinna! Svona getur listinn heltekið mann. Í kvöld ætla ég svo að fara aftur á vinnustofuna og sjá betur hvað ég var eiginlega að gera í gær.
Hafið þið lent í svona transi yfir einhverju verkefni?

Sýni ykkur svo myndina þegar hún er búin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar

Sæll granni.

Því miður er það allt of sjaldan sem maður nær að gleyma sér svona yfir áhugamálunum............En kemur fyrir. Og þá eru klukkustundirnar fljótar að fljúga hjá.

Ingvar, 30.8.2007 kl. 10:04

2 Smámynd: Margrét M

gott að geta gleymt sér í einhverju áhugaverðu 

Margrét M, 30.8.2007 kl. 13:52

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég hef aldrei gleymt mér í neinu sem má kalla "remotly" listrænt. Get ekki teiknað Óla prik skammlaust! Kýs að vera bara lista-neytandi og hlakka til að sjá myndina;)

Heiða B. Heiðars, 30.8.2007 kl. 22:26

4 Smámynd: Jóhann Waage

Myndlist er eitthvað sem vel er hægt að gleyma sér í, þótt svo að ég hafi mikið fært mig yfir í tölvuna í listsköpun minni, þá er blýantur/penni og blað aldrei fjarri mér og ég mun alltaf halda mér í formi. En já, ég hef líka gleymt mér við teikningar.

Hlakka til að sjá myndina, endilega kíktu á mína síðu og sjáðu mínar myndir!!!

Skallinn

Jóhann Waage, 30.8.2007 kl. 22:34

5 Smámynd: Bragi Einarsson

Sama hér, Skalli, alltaf er maður að krota eitthvað. Ég skoðai síðuna þína og finnst þessar fígúrur hreint frábærar.

Bragi Einarsson, 31.8.2007 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband