Blóð Krists og Gralið Helga

Hef undanfarna daga verið að lesa mjög svo umdeilda bók eftir þá félaga Michael Baigent, Richard Leigh og Henry Loncoln, en sameiginlega eru þeir skrifaðir fyrir bókinni Blóð Krists og Gralinu Helga. Bókin kom fyrst út 1982 og er unnið úr heimildarþættinum Cronicle á BBC og voru sýndir á árunum 1970-80.
Eins og segir í inngangi bókarinnar þá má rekja upphaf bókarinnar til ársins 1969, en þá hafði Michael Baigent rekist á rit eitt þar sem fjallað var um prest sem talinn er að hafa “fundið” fjársjóð. Hann lýsir bókinni sem spennu- og skemmtisögu og sagna varð til þess að áhugi hans vaknaði til að rannsaka þessa sögu betur, leyndardóm Rennes-le-Château og prestsins Bérenger Saunière.
En hver er leyndardómurinn, kann einhver að spyrja? Jú, allir muna eftir bókinni og myndinni DaVincy Code en þar fer Dan Brown með kenningar sem hristu heldur betur upp í kirkjunnar mönnum. Einnig muna allir að Dan Brown var einnig sakaður um ritstuld og nýtt sér hugmyndir Michael án þess að nefna svo mikið á bókina Blóð Krists og Gralinu helga.  Framan af rekur Micahel sögu musterisriddarana, Síonsreglunnar, Vísigota, ættartölu Mervíkinga og tengst þeirra við landið helga á tímum krossferðarinnar. Við þekkjum öll þessa sögu. Eða þekkjum við hana?
Þessi saga var reyndar ekki það sem vakti áhuga minn í bókinni, heldur vanga veltur og kenningar un Maríu Magdalenu og Jesús. Voru þau hjón? Áttu þau barn eða börn saman? Var krossfestingin sviðsett eða lifði Jesús jafnvel krossfestinguna af? Er blóðlína Jesús í gegnum Mervíkinga í Frakklandi?
Þetta eru stórar vangaveltur og hrekja þeir biblíusöguna út frá sagnfræðilegum pælingum og komast að þessari niðurstöðu.
 
Varðandi Maríu Magdalenu, þá er að finna í gömlum apokrýfu bókum að hún hafi flúið til Frakklands eftir krossfestinguna og borið með sér gralið Helga (Sang Real) og töldu margir að hér væri um að ræða bikar eða skál en samkvæmt kenningunum er gralið helga ættbogi Jesús. Einnig vilja þeir meina að María Magdalena hafi verið komin af stórri og ríkri fjölskyldu af ætt Benjamíns, en ekki verið skækja eða geðveik kerling sem Jesús hreinsaði af illum öndum. Einnig vilja höfundar meina að María hafi verið frá Magdal en ekki heitið Magdalena! Einnig telja þeir að María sé sama María og getið er í sögunni af Maríu og Mörtu,en þær áttu bróðir sem hét Lazarus! Og til að kóróna kenninguna þá hafi brúðkaupið í Kana, þar sem Jesús breytti vatni í vín, verið brúðkaup hans sjálf og Maríu! Allavega, Gyðingar á tímum Jesú giftu sig í kringum 16 ára aldurinn og:

“ … í ljósi menningarhefðarinnar er afar ósennilegt að Jesú hafi ekki kvænst alllöngu áður en hann hóf að predika. Hefði hann haldið fast við einlífi hefði hann valdið óróa, viðbrögðum sem hefðu skilið eftir sig spor. Þess vegna er þögn guðspjallanna í þessu atriði ekki röksemd fyrir því að hann hafi verið ókvæntur, heldur þvert á móti. Í samfélagi Gyðinga á þessum tíma hefði einlífi verið svo óvenjulegt að það hefði vakið mikla athygli og kallað á athugasemdir.” (bls. 365. Blóð Krists og  Gralið helga).

Og samkvæmt ákvæðum Talmúd um þetta efni eru skýr: Ókvæntur maður má ekki vera kennari!


Þá er komið að krossfestingunni. samkvæmt Biblíunni var Jesú krossfestur að morgni föstudags og látinn um kvöldið. Samkvæmt Rómverskum skrifum um krossfestinguna, þá getur maður lifað í 1 til 7 daga á krossinum svo framarlega að sá krossfesti hafi einhvern stuðning, þ.e. ef fætur voru ekki brotnar undan þeim krossfesta, eins og líst er í Rómverskum sögnum frá þessum tíma. Annað er athyglisvert er það að ef Rómverja á annað borð krossfestu einhvern, var alveg útilokað að þeir afhentu fjölskyldu hins krossfesta líkamann, heldur var hann látinn hanga lengi á eftir og urðaður síðan. Einnig er nokkuð víst að ef Jesú hafi fengið edikblöndu eða edik að drekka, þá má gera ráð fyrir að hann myndi hressast við það, en Biblían segir að hann hafi gefið upp andann stuttu seinna.
Svo ber þeim guðspjallamönnum hreinlega ekki saman hvernig krossfestinginn bar að, undanfara hennar og eftirmála. Það vita þeir sem lesið hafa Biblíuna hvað átt er við.

“Krossfestingin, eins og Rómverjar framkvæmdu hana, fylgdi nákvæmum reglum. Þegar dómur var fallinn var fórnarlambið hýtt og viðnámsþróttur þess minnkað vegna blóðmissis. Síðan voru útréttir handleggir festir við þungan bjálka, oftast með leðurreimum en stundum með nöglum. Bjálkinn var síðan lagður lóðrétt yfir háls og herðar fórnarlambsins og það síðan leitt á aftökustaðinn með bjálkann á herðunum. Þar var bjálkinn reistur og festur við staur eða stólpa og fórnarlambið látið hanga á honum.
Fórnarlambið sem hékk á höndunum, gat ekki náð andanum, nema fæturnir væru einnig festir við krossinn, en þá gat viðkomandi stigið í fótinn og létt þannig á þrýstingnum á brjóstinu.” (bls. 387, Blóð Krists og  Gralið helga)

Svo er það Kristnidómurinn. Hvernig Kristin trú var lögleidd í Rómaríki og hvaða guðspjöll voru valin í hið helga rit. Til eru rit sem ganga undir heitinu Apokrýfu og er talin geyma þau guðspjöll sem fengu ekki sess í Biblíunni, eins og Tómasarguðspjallið, þá er ekki fjallað um Jesú sem guðlegan mann, heldur mannlegan. Konstantínus nýtti sér guðspjöllin til að setja saman rit sem fell að Rómverskum siðum og trúarbrögðum, ein og mörg dæmi sanna í heiðnum trúarbrögðum. Hinn kristni heimur heldur uppá fæðingu Jesú 25. desember þó vitað sé að hann hafi fæðst 6. janúar. Venjulegur Rómveri sætti sig frekar við kristna trú, þegar búið var að fella hana að rómverskum siðum. Rómverjar trúðu á ódauðleika guða sinna og Konstantínus var sóldýrkandi.

Ég ætla ekki að eyða meiri tíma í að fjalla um efni bókarinnar en hvet alla að lesa þessa bók. Hún er skemmtileg og fræðandi. Kannski ekki “heilagur sannleikur” frekar en Biblían en vekur upp spurningar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Sæll vertu frændi. Mikill er vísdómur þinn, hef ekki lesið þessa bók sem þú talar um,en las Da Vincy lykilinn,og hafði gaman af. Mér líka öll skrif sem fjalla um það að Jesú hafi verið maður með mannlegar kenndir,en ekki þessi loftkenndi dýrðlingur sem Biblían mærir svo mjög. Það er virkilega skemmtileg tilhugsun að einhverstaðar í afskekktu héraði í Frakklandi sé til fólk sem hugsanlega væri komið út af Jesú. En þetta ætti nú allt  að skýrast með haustinu þegar búið verður að grafa á Kili...

E.S. Ég þarf að lesa þessa bók .

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 3.2.2008 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband