Er ástæða til að örvænta?

Nei, það held ég ekki. Það virðist vera sama hvað maður æsir sig upp við sjálfan sig, stjórnmálamenn gera ekki rassgat í málinu! Enda kemur það á daginn að við borgum brúsann, þó að meirihluti þjóðarinnar hafi kannski hagað sér skikkanlega innan "góðærisruglsins", rétt mátulega komið sér í skuldir og rétt mátulega ekki hlaupið á eftir allri þeirri vitleysu sem er í boði, sama hvað það er, auglýsingar frá bönkum og fyrirtækjum, sem halda að þeir séu að gera okkur "greiða" með að bjóða gull og græna skóga. Ég nefni eina auglýsingu frá kortafyrirtæki sem auglýsir grimmt eitthvað svart kort og fjallar auglýsingin í stuttu máli um það, að maður kemur að ísskápnum sínum og sér gulan límmiða frá konunni og á hann er skrifað: Fór út að hjóla, elskan!
Maður myndi ætla að hún hafi hreinlega farið í geymslna og ná sér í reiðhjól og farið að hjóla en það er nú aldeilis ekki. Í næsta skoti en konan að hjóla einhverstaðar erlendis og skemmtir sér alveg gríðarlega.
Svona röng skilaboð eru hættuleg heimsku fólki sem kann ekki að fara með Kreditkort! Eins þegar verið er að auglýsa punkta og e-kort, þessar auglýsingar eru bara eyðsluhvetjandi og skila engu fyrir notandann nema auknu fjárútláti. Þegar reikningurinn kemur svo, hvað er þá gert? Skuldinni dreift yfir á nokkra mánuði eða farið á yfirdrátt til að borga. Þið kannist öruggleg við fullt af svona dæmum.

Jákvæðasta auglýsingin sem er núna á öldum ljósvakans er BYR auglýsingin með Palla en þar segir hann: Langar þig í nýjan GSM, bíl eða tölvu? Safnaðu þá fyrir því!

Nú þegar þjóðin þarf að fara að endurskoða neyslugeðveikina, er ágætt að hafa þessi orð í huga; Kaupið bar það allra nauðsinlegasta, hættið að koma ykkur í skuldir og hættið að halda uppi bankastarfsemi og kreditkortafyrirtækjum uppi með þjónustugjöldum, yfirdráttavöxtum og öðru rugli. Fyrr kemst ekki jafnvægi á þjóðfélagið. Í góðæri ætti nefnilega að vera mjög auðvelt fyrir okkur að safna fyrir hlutnum og staðgreiða hann en að eltast við einhverja punkta. Nema að þú eigir hreinlega fyrir hlutnum fyrirfram og notar kortið til að stagreiða.

Eða hvað finnst ykkur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jón Erlendsson

Sælir

thetta hljómar skynsamlega. En thad tekur samt ørugglega tíma ad vefja ofan af eydslufylleríinu. Thetta var einfaldara í gamla daga, thá voru ekki allir thessir møguleikar á ad lána peninga. Thá safnadi madur bara fyrir hlutunum! :)

kvedja í kotid

Ragnhildur

Guðmundur Jón Erlendsson, 27.10.2008 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband