Föstudagsblogg

Æ, ósköp eru nú þessir dagar tilbreytingalausir orðnir. Ekkert að gerast frekar en venjulega. Maður nennir varla að lesa Moggann á morgnana og örugglega ekki Fréttablaðið (enda ekki borið út í hverfinu), sömu fréttirnar í útvarpinu af stjórninni og þá aðallega hvað þeir eru ekki að gera og fréttir á RUV og Stöð2 orðnar lélegt klón af sjálfum sér frá vikunni sem leið! Þar til í dag!
Íhaldið ætlar að flýta landsfundi og taka ESB til umræðu! Klappi klappi klapp! Og það þurfti beina útsendingu í sjónvarpinu og útvarpi til að tilkynna það! Eins og ein lítil fréttatilkynning hefði ekki dugað. Nei, það þurfti flugeldasýningu til að sýna þjóðinni hversu framfarasinnaður og opinn Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn! Ræt!
Allt í lagi, kannski kemur eitthvað út úr þessu hjá þeim í janúar, en kannski ekki neitt. Ég held þó að flokkurinn varð hreinlega að spila þessu spili út, til að fá smá frið, ólgan er orðin þvílík innan flokksins að menn eru skíthræddir við að hann klofnaði, ekki bara í tvennt, heldur í þrennt. Þeir sem styðja Davíð og vilja enga ESB umræðu né inngöngu og halda þjóðinni í klafa þrælslundar og ánauðar; þeir sem styðja Geir sem vill ESB umræðu en kannski ekki endilega inngöngu, bara til að vera ekki sammála fylgisarmi Davíðs; og þeir sem hreinlega vilja ganga í ESB, losna við Dabba og Geir, taka upp Evru og hætta þessum andskotans útkjálka hugsunarhætti.Vonandi ber þeim gæfu að taka rétta ákvörðun, þjóðinni til heilla, en ekki örfoka Engeyjar- og Viðeyjarættum, sem hugsa bara um eitt og það er að hugsa um eigin hag og engan annan.

Jæja, það er bara föstudagur og það sem Geir og Solla voru að tilkynna þjóðinni dag, kemur vonandi einhverjum fjölskyldum til góða, en þessar ákvarðanir breyta engu fyrir mig og fjölskyldu mína. Ég skulda en stend í skilum (ennþá). Það sem ég er að bíða eftir að gjaldeyrismálin fara í gang, fasteignamarkaður fari í gang, að hjól atvinnulífsins fari í gang aftur og hægt verði að fara að byggja upp nýtt þjóðfélag, laust við eiginhagsmunapot fyrir sérhagmunahópa, leggja krónunni og taka upp trúverðugan gjaldmiðil og efla aftur trúverðugleika Íslands út á við. Pælið íði, fólk. Það voru örfáir sjálfskipaðir vitleysingar sem eru búin að eyðileggja orðstír landsins með græðgi og grunnhyggni.

Góða helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

fólk er sumt hætt að fylgjast með fréttum , ég persónulega er farin að heyra þær eins og hvert annað suð ( það er alltaf sama blaðrið um að ekkert sé að gerast )  góða helgi annars

Margrét M, 15.11.2008 kl. 09:30

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

AlheimsLjós yfir til þín og megi það fylla vitund þína alla kæri Bragi

s

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.11.2008 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband