Er Hoover-ismi í gangi?

225px-Hoover-JEdgar-LOCAllflest ykkar sem eru komin yfir fertugt, kannast við J. Edgar Hoover, sem var fyrsti forstjóri FBI í USA. Þá ætti sama fólk að muna eða kannast við hvernig hann stjórnaði fyrirtækinu/stofnuninni. Hoover var gallharður kapítalisti, sá kommúnista í hverju horni (eins og McCarty) og Hoover vildi fylgjast  vel með "óvinum" sínum jafnt sem "vinum". Reyndar var það nú þannig að hann hafði það að áhugamáli að safna miður góðum upplýsingum um óvini sína jafnt sem vini. Þetta þekktu allir, sem umgengust hann, að það var best að samþykkja allt sem hann lagði fram, því annars væri hætt á því að Hoover "læki" upplýsingum til fjölmiðla, sem gæti komið viðkomandi í koll, hvort sem ásökunin væri rétt eða login. Ef einhver vogaði sér að mótmæla eða gagnrýna hann (Hoover) tók hann viðkomandi á teppið og sýndi honum ljósmyndir eða önnur gögn, sem gátu komið gagnrýnandanum um koll, nema hann hætti eða dragi umfjöllun sína til baka, jafnvel segði af sér og þar fram eftir götunum. Þannig tókst honum að halda allri gagnrýni niðri, kom sínum málefnum fram án þess að nokkur þingmaður USA, stórforstjóri fyrirtækja, einstaklingar og mafíósar og jafnvel forsetar gátu rönd við reyst. Jafnvel hafa þær sögusagnir verið á kreiki að hann ætti jafnvel þátt í hvarfi Hoffa, verkalýðfrömuð í Bandaríkjunum. Þó svo að aðeins helmingur af þessum sögum um Hoover er sannur, þá má sjá hér gott dæmi um mjög mikla spillingu í einni stærstu stofnun USA. En það verður hver og einn að meta með sjálfum sér.

Ég rakst á þessa frétt hjá vefmiðli einum og fannst mér nú eima svolítið af þessum "Hoover-isma" sem ég er að benda á. Þarna eru greinilega menn úr innsta hring stjórnmálaflokks að "segja" mönnum hvað þeir ættu að gera og segja, og það við dagblað sem lengi var helsta málgagn sama flokks.
Þegar ég hlustaði á seðlabankastjóra um daginn að gangrýna og sverja af sér ábyrgð, orðaði hann eitthvað á þá leið að hann vissi um samtöl og aðgerðir manna, sem olli hruni bankana, en kláraði aldrei að segja hvað hann var að meina né nefndi nein nöfn, fannst mér Hoover vera mættur aftur fram á sjónarsviðið, nema að hér var skrípamynd af honum í pontu sem "þóttist" vita ýmislegt en ætlaði að nota það seinna, þegar það hentaði honum. Þessi umsögn hans Davíðs var nefnilega ekki til þess fallin að upplýsa eitt né neitt, við vissum þetta svosem fyrir, heldur var hann að leika hérna leik til að láta "vini og óvini" sína vita að hann lægi á upplýsingum, sem gætu komið mönnum um koll.

Ég vildi bara tjá mig um þetta atriði og bið fólk um að íhuga hvort að hér hafi ekki ríkt spilling í stjórnkerfinu síðan lýðveldið var stofnað og verið einna mest sl. 20 ár.
Eins og ég fjallaði um í einni færslu minni fyrir ca. tveim árum, þá fullyrti ég það að Íslandi væri stjórnað eins og deild Mafíunnar í hverfi á Manhattan og forsætisráðherrann hét Don Davíð!
Nema að hér er það "löglegt" en siðlaust!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband