Ritstýring stjórnmálamanna á blogginu?

Ég var að skoða bloggfærslu Sigurðar Kára alþingismann og þegar ég vistaði færsluna kom sú athugasemd upp að athugasemd mín muni birtast eftir að höfundur færslunnar hafi samþykkt hana!

Þarf Sigurður Kári virkilega að ritskoða allar athugasemdir sem settar eru á bloggið hans. þar sem ég er ekki viss um að hann samþykki hana þá bið ég fólk um að lesa fyrst bullið hans og lesa svo svarið mitt hér að neðan.

Og er þetta  bara eftir 80 daga stjórn? Vá!.
Mig minnir (og er ég ekki fæddur í gær) að megnið af þessu vandamálum hafi þegar verið staðreynd í fyrri ríkisstjórn og væri örugglega ekki neitt betra ef sú ríkistjórn hafi verið enn við lýði. Þú nefnir þarna að það hafi verið 12.000 manns atvinnulausir áður en núverandi/fráfarandi ríkisstjórn tók við og atvinnulausum fjölgað um 6000 síðan. Hvers vegna urðu 12.000 manns atvinnulaus? Var það Samfylkingunni og VG að "kenna". Er það ekki utanaðkomandi vandamálum um að kenna? (Geir var allavega  duglegur að benda á það, þegar hann var spurður hverja ætti að draga til ábyrgðar.) Bankakreppunni? Falli krónunnar? Yfirgangur frjálshyggjunnar í íslensku atvinnu- og stjórnkerfi? Ofmat útrásarvíkinga á eigin getu? Hrokafullum stjórnmálamönnum sem lugu að þjóðinni daginn fyrir hrun og sögðu að hér væri allt í lagi? Sögðu að bankakerfið væri öruggt? Báðu svo Guð að hjálpa sér, því að þeir gætu það ekki sjálfir! Og svo kemur þú og gagnrýnir fyrrum samstarfsflokk þinn og VG fyrir að standa sig ekki í stykkinu og fullyrðir að Sjálfstæðisflokkurinn sé eini flokkurinn sem treystandi er fyrir að halda utan um efnahagskerfið í landinu! Sem fyrir löngu var orðið ónýtt apparat fyrir hinn almenna borgara þessa lands.

Ég held að þú og Sjálfstæðisflokkurinn ætti ekki að lofa þjóðinni of miklu, því að það er alveg öruggt að þið getið ekki staðið við það. Svo rækilega eruð þið frjálshyggjuliðið búnir að menga þessa þjóð og það allt í boði Hannesar Hólmsteins.

Þjóðin á eftir að gefa Sjálfstæðisflokknum falleinkunn fyrir hegðun þeirra á nýloknu þingi. Það er eina falleinkunnin sem þú ættir að hafa áhyggjur af þessa stundina.
Satt að segja mun ég ekki nenna að gá að því seinna hvort að hann hafi yfirhöfuð haft fyrir því að svara, en ég tek það fram að þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég verð var við það að flokksmenn fuglaflokksins stilli bloggið hjá sér þannig að þeir geti lesið fyrst athugasemdir frá öðrum og samþykki þær eða hafni, allt eftir innihaldi.

Shit, hvað þetta er sjúkt lið!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur C Bjarnason

Mikið sammála, eg reyndi það sama hjá Jóni Magnússyni hjá XF-XD og fekk þá athugasemd að athugasemd mín muni birtast eftir að höfundur færslunnar hafi samþykkt hana.....það er að segja ef hún þóknast honum.

Vilhjálmur C Bjarnason, 19.4.2009 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband