Ríkustu fjölskyldurnar urðu ellefu sinnum ríkari

Samkvæmt þessari frétt á RUV í gær þá hafa tekjur þeirra ríkustu margfaldast á tímanum 1993-2007. Það er einmitt sá tími sem Frjálshyggjan reið hér húsþökum og fjármagnstekjur voru lækkaðar. Meðaltekjur þeirraríkustu 1993 var um 1.5 milljónir í það að vera 18. milljónir á mánuði! Og þetta er það fólk sem einn ákveðinn flokkur er að verja.

Sjá má fréttina hér

Ég hef alla tíð verið talsmaður þess að menn eigi að borga skatta því með sköttum höldum við uppi velferðarkerfinu. En ég vil þá að allir borgi sömu skattaprósentu. Ef það er vilji íhaldsins að láta fjármagnstekjufólk borga bara 10 prósent, þá vil ég bara borga 10 prósent! Aðrar tekjur ríkis er svo hægt að ná í gegnum virðisauka.

Nú ef einhverjir telja það ásættanlegt að þeir sem lifa eingöngu af fjármagnstekjum ætti að borga 14 prósent, þá ætti allir landsmenn að borga sömu prósentutölu, þannig eru allir að borga hlutfallslega sömu upphæð af sínum tekjum og jafnræði ríkir.

Nú ef fjármagnstekjueigendur vilja ekki sætta sig við þessa niðurstöðu ber þeim þá að borga 37% af sínum tekjum, alveg eins og ég þarf að gera, ef ég "þjéna" eitthvað umfram hin venjulegu laun sem ég vinn mér fyrir. 

Niðurstaðan: Allir borgi sömu skattaprósentu af sínum tekjum (14%), sama hvernig þær verða til og ná inn tekjum í gegnum virðisauka.

Rökstuðningur: Þannig aukast ráðstöfunartekjur alls venjulegs fólks og þeir eyða meiru, verslun dafnar og ríkið fær tekjur.

Annað er bara arðrán!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll A. Þorgeirsson

Voru það ekki Jóhanna og Steingrímur sem tóku þá ákvörðun að hækka "ríkisábyrgð" á sparnaði úr 3 milljónum í ótakmarkaða upphæð ?

Nú talar Steingrímur um að hækka fjármagnstekjuskattinn í 14%.

Ögmundur félagi hans varði þessa hugmynd á framboðsfundi og sagði að 80% sparifjáreigenda kæmu ekki til með að greiða hærri fjármagnstekjuskatt.  Ég man ekki eftir nánari útskýringum frá honum á því en þeir hljóta þá að hafa einhver frítekjumörk í huga.

Það er fullyrt að ríkisstjórnin hafi skuldbundið ríkið til að ábyrgjast ca. 600 milljarða vegna sparnaðar fólks (hvaða fólks).

Fjármagnstekjuskatturinn er einhverjir milljarðar í tekjur fyrir ríkið að sögn Ögmundar og í framhaldi af því spyr ég;

Ef 80% sparifjáreigenda borga ekki fjármagnstekjuskatt vegna óverulegra upphæða á bankabókum og frítekjumarks, hvað eiga þá þessi 20% sparifjáreigenda eiginlega háar upphæðir í "formi sparnaðar" ef á þá reiknast einhverjir milljarðar í fjármagnstekjuskatt ?

Það eru greinilega ekki "venjuleg heimili" sem eiga þessar "spari-upphæðir" í bönkum og sparnað hverra var ríkisstjórnin að verja þegar hún hækkaði ábyrgðina úr 3 milljónum í "ótakmarkaða" upphæð.

Það eru varla nema útrásarvíkingar, kvótakóngar, fyrrum bankastjórar og aðrir "ráðandi snillingar" sem eiga svona háar upphæðir á bókum.  Auðvitað getur einn og einn "venjulegur" slæðst með 

Það væri nú ósköp "gott fyrir þjóðarsálina" að fá einhvern sem vit hefur á, til að upplýsa þjóðina um sannleikann í þessum málum og hvort 20% þjóðarinna eiga virkilega sparnaðinn.  Það er þá í takt við nýlegar upplýsingar um að 3% af þjóðinni hafi komist yfir 20% af "auðæfum" hennar.

Það væri þá í samræmi við aðrar furðulegar aðgerðir stjórnmálamanna að tryggja þeim ríku sitt og láta fátækar fjölskyldur borga brúsann.

Það hafa nokkrir löglærðir menn haldið því fram að þessar auknu ábyrgðir sem ríkisstjórnin hafi "framkvæmt" standist ekki Stjórnarskrá landsins, því hún banni slíkar aðgerðir. 

Ég skora á menn sem vit hafa á að skoða þessi mál. 

Páll A. Þorgeirsson, 22.4.2009 kl. 11:00

2 Smámynd: Bragi Einarsson

Takk fyrir góðar ábendingar Páll.

Ég er einmitt að varpa fram þeirri kröfu að einfalda skattkerfið í þá átt að ALLIR borgi sömu prósentutölu af sínum tekjum, sama hvaðan þær koma.

Ég vona að allir stjórnmálaflokkar fari að skoða þessi skattamál af alvöru. Annars næst aldrei nein sátt um þetta.

Bragi Einarsson, 22.4.2009 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband