Jólaljósa-raunir II

reflection.jpg

Jæja, fjandans serían er komin upp! Það tók mig aukaferð í næsta bæjarfélag og samtal undir fjögur augu við ágætan verslunarstjóra í ákveðnu fyrirtæki, til að fá hana í lag. Ég mætti með hönkina og rétti honum hana og sagði:
Bilað!
Hann starði á mig sljóum augum, greinilega komin strax með jólaþreytu, tók við pokaum, opnaði hann og leit ofan í hann.
Hvað á ég að gera við þetta, stundi hann lágt.
Það veit ég ekki, sagði ég, en ég kaupti þetta dót hjá þér í fyrra og þá átti þetta sko að vera það næst besta, (kostaði 15.000 kall, það besta átti að kosta 25.999 kall), ég var orðin hundleiður á ljósaslöngunum. Mér var þá sagt að það væri að minnsta kosti 5 ára líftími á þessu!
Hann tók upp eina festinguna og leit á hana smá stund og svo stundi hann mæðilega.
Æ, þessar! Þær eru nú ekkert sérstaklega góðar, skal ég segja þér, við erum með aðrar, reyndar svolítið dýrari (hm) en þessar eiga það til að bila.
Nú, hváði ég. Í huga mér flaug sú mynd að taka hönkina og vefja henni utan um karlgarminn og kasta honum á vegg. Ég stillti mig, enda dagfarsprúður maður að sögn.
Hvað er þá hægt að gera, ég er búinn að hrista seríuna duglega og hún vill ekki gegna!?
Hm, skildu þetta eftir, ég læt líta á þetta. Komdu bara á morgun og við sjáum til hvað gerist.
Hönkin varð eftir og ég labbaði út.
Sótti svo hönkina í dag.
Þegar ég geng inn í verslunina, mætti ég verslunarstjóranum og ég gat ekki betur séð en að hann glotti!
Hvað, sagði ég með undurnartón!
Það var í lagi með hana, glotti hann.
Og?
Reyndar fór hún ekki að loga fyrr en búið var að skoða um 70 perur, (serían er 80 ljósa!) og það varð ljós! Hann rétti mér pokann og glotti.
Fínt, sagði ég, það er ágætt á ykkur að svitna yfir því að finna út úr biluninni, frekar en ég. En á hún öll að detta úr sambandi ef pera fer?
Hö, reyndar voru þær nú 3!
Jahá, sagði ég. Og allar þarna aftast?
Nei. Glottið var horfið. Víðsvegar um seríuna.
En, átti ekki bara smá hluti seríunnar að detta út ef pera fer? spurði ég aftur.
Reyndar á hún að gera það, hún er skipt í 8 parta, þannig að ef ein pera fer, slökknar á 10 perum.
En, þú sagðir að þið hafið skipt um 3 perur.
Hann gafst upp, sá að orustan var töpuð. - OK, hvæsti hann, hún er þá eitthvað göllum, þú færð perurnar fríar og vinnuna og mátt eiga þetta hér! Hann henti í mig tæki, var eins og ofvaxinn penni í laginu.
Hvað á ég að gera við þetta? spurði ég.
Þetta er leitari, þetta tæki á að finna hvar pera er sprungin og sambandleysi verður á seríum. Hann strunsaði í burtu.

Ja hérna hér! Þeir sem sagt framleiða tæki til að finna bilun á ljósaseríum og selja á 1000 kall stk. í stað þess að vera með almennilega, ógallaða vöru!
Ég ákvað að láta þetta gott heita, tók hönkina og setti seríuna upp þegar heim kom , reyndar var það sonur minn sem prílaði utan á húsinu (hann er sko ekki minna lofthræddur en ég!) en við fengum koss frá konunni og mömmu í staðinn. E n ég kaupi ekki fleiri seríur til að setja utan á húsið!
AmenWhistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlín Margrét Sigurðardóttir

ómæg....

Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, 6.12.2006 kl. 17:27

2 Smámynd: Ólafur fannberg

heheheh

Ólafur fannberg, 6.12.2006 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband