Sigur Evrópusinna?

Það er nokkuð deginum ljósara að Evrópusinnar sigruðu þessar kosningar, þrátt fyrir afstöðu VG um hvaða leið ætti að fara. SJS staðfesti það á RUV í gær og Ögmundur einnig, að það verður valin lýðræðislega leiðin, þó svo að flokkurinn sé andsnúinn inngöngu samkvæmt stefnuskrá. Þeir opnuðu þennan möguleika. Framsókn er opin fyrir viðræðum, með ströngum skilyrðum þó, en eru tilbúnir til að skoða og vilja viðræður. Borgaraflokkurinn vill fara lýðræðislegu leiðina og útilokar ekki að þjóðin fái að kjósa um málið. Um skoðun Samfylkingarinnar þarf ég ekki að tíunda hér.

Mín afstaða til málsins er einfaldlega sú að við eigum að fara í viðræður og sjá hvaða möguleika Íslendingar hafa í þeim málum. Þjóðin mun alltaf eiga síðasta orðið. Það er lýðræðislegasta leiðin. 
Það er ekki lýðræði að gefa ekki landsmönnum kost á að fá að skoða möguleikana, eins og afstaða Sjálfstæðisflokksins hefur verið í þessari kosningabaráttu. Sjálfstæðisflokkur hefur í raun einn flokka harðneitað að gefa fólkinu tækifæri á að skoða möguleikana, þeir eru of skelkaðir við niðurstöðuna. Allavega samkvæmt niðurstöðu landsfundar. Reyndar kom það mér á óvart hvað Þorgerður Katrín og Bjarni Ben tóki á þessu ESB máli í gær, það er greinilegt að leiðtogarnir báðir í Sjálfstæðisflokknum eru þó samstíga í því að hugsanlega væri það nú bara best að fara í viðræður, skoða kosti þess og galla, fá eins hlutlausa umfjöllun og kjósa svo um málið. Þeir ættu ekki að óttast þá niðurstöðu. Ég held að við Íslendingar hljótum að una þeirri niðurstöðu sem kemur út úr þeim viðræðum, hver sem niðurstaðan er.

Ég held að fara að kjósa fyrst um hvort við eigum að fara í viðræður sé tímasóun og hefur ekkert með málið að gera annað en að tefja fyrir að íslendingar fái hér almennilega umræðu.
ESB sinnar hafa sína skoðun og andstæðingar hafa sínar og er það í fínu lagi en við verðum að horfa í þá staðreynd að afstaða þessara tveggja þverpólitískra arma er lituð stundum af ofstæki, þó að skynsemisraddir séu inn á milli.

Förum í viðræður, sjáum hvað er í boði og krefjumst opinna, fordómalausra umfjöllun og kjósum! Við erum hvort sem er á hraðri leið til fjandans með þetta allt saman og ef við ætlum að halda þessu landi í byggð, verðum við að leggja tilfinningar okkar til hliðar og láta skynsemina ráða.

Til hamingju Ísland!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband