Færsluflokkur: Vísindi og fræði
28.4.2006 | 19:59
Síðasta kvöldmáltíðin
Sjálfsagt veltir einhver því fyrir sér hversvegna þessi þráður skuli vera undir flokknum Vísindi og fræði. Mig skal ekki undra það. Ég hefði verið það líka. Mál eru þannig með vexti að ég er að fara að borða síðustu kvöldmáltíðina með útskriftarnemum FS í kvöld! Þá hafið þið það. Þarna er þá tengingin komin, þetta er vísindalega úthugsað, þau eru búin að nema fræðin og innan FS er það kallað Síðasta kvöldmáltíðin, vegna þess að þar eru kennarar og nemendur að kveðja hvort annað, jafnvel í síðasta sinn. Alltaf jafn gaman á þessum kvöldum, við kennarar sitjum til borð ásamt nemendum, etum og drekkum gos eða vatn, flytjum kveðjusöng kennara og hlustum á þeirra kveðjusöng og skemmtiatriði frá þeim. Uppúr miðnætti fara kennarar að hverfa heim á leið en nemendur og einhverjar eftirlegukindur skemmta sér eitthvað fram á nótt. Ég ætla heim á miðnætti!