Að kjafta "niður" krónuna

Pólitíkin er skrítin tík, hún á það til að gjamma upp í vindinn, út af engu, eða þá að hún treður tríninu undir afturendan á sér, þegar á hana er yrt. Svo er heldur ekki sama hvaða háralit blessaða tíkin hefur eða kyni, svo að hægt sé að taka mark á henni. Það hefur ekki farið mikið fyrir mér hér á blogginu þessa vikuna, enda í mörgu að snúast, en þó tók ég eftir viðtali við dýralækninn hann Árna í útvarpinu um daginn, þar sem hann missti sig út af ummmælum ISG út af krónunni, sagði að hún væri að "tala hana niður"! Mæ gott,  og ég hélt að það væri Seðlabankinn einn og Dabbi sem gæti kjaftað gegni krónunnar upp eða niður!.
Í fyrra byrjaði Valgerður að "tala krónuna niður" þegar hún vildi athuga það að taka upp Evruna, en þá þá hélt Árni kjafti. Í haust voru nokkrir spekúlantar að velta þessum málum fyrir sér, þegar sama Valgerður impraði aftur á þessari hugmynd, að kanna hvort að við Íslendingar gætum tekið upp Evruna án þess að ganga í Evrópusambandið. Myndi ég kalla þetta að "tala krónuna niður" eða í versta falli, svo að maður noti nú bara hressilega íslensku, að gefa skýt í gjaldmiðilinn. Svo þegar ISG bendir á það að krónan sé handónýtt verkfæri til hagstjórnar, sem ég get að einhverju leiti tekið undir, þá fær Dýri nánast hjartastopp af æsingi og gjammar eins og tíkin, sem ég var að lýsa hér að ofan!
Hingað til hafa ráðherrar, sem hafa eitthvað með hagstjórn að gera í þjóðfélaginu, gert meira ógagn en gagn, vegna pólitískra afskiptasemi sinna og vanþekkingu. Satt að segja hafa pólitíkusar ekki vit á peningum, frekar en aðrir íslendingar, því eins og við öll vitum, erum við mjög gjörn á að eyða meira en við öflum. Við fengum þessa eyðsluveiki þegar Herinn kom með dollara í landið þarna um árið og hagkerfið er eiginlega ekki búið að jafna sig á þeirri vafasömu vítamínssprautu enn þá.
Nú veit ég ekki hvort að það verði hagkvæmara að fá útborgað í Evru, Dollurum, Jenum eða Nærum, ég held að það skipti í raun ekki neinu meginmáli fyrir mig og aðra, sem eiga ekki milljarðar-útrásar-fyrirtæki. Vandamálið er vaxtarokrið í landinu, verðtryggingin og óhófleg skattlagning hins opinbera á nauðsynjavöru. Sjálfsagt má tína til einhvern tittlingaskít, sem hefur líka áhrif, hver veit, en hverjir græða á vöxtunum og verðbótunum? Hverjir héldu áfram að græða á vöxtum og verðbótum, þrátt fyrir að verðbólga var komin í 2% fyrir einhverjum misserum síðan? Bankarnir. Hverjir sáu svo til þess að verðbólga þaut upp og gerði það að verkum að lángreiðendur borga þrisvar sinnum meira af lánunum, en nágrannalönd okkar gera? Pólitíkusar eins og Davíð og Dýri, þeir sem hafa í raun verið að stjórna landinu sl. 12 ár. Þeir bera ábyrgðina, ekki stjórnarandstaðan. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitt

Ólafur fannberg, 13.1.2007 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband