Komdu nú að kveðast á...

Sá hjá honun Gunnari Helga félaga mínum í Svíaríki smellið kvæði og var óskað eftir þýðingum. Ég átti í fórum mínum þessar limrur og ég get ekki séð betur en að þær séu í svipuðum stíl og þessi hjá Gunnari. Um höfund hef ég ekki hugmynd um og gott væri að fá einhverjar upplýsingar um hann, ef einhver þekkir uppruna þessara limra. Njótið og skemmtið ykkur vel.


Hún gerði það ágætt hún Guðmunda.
Hún gerði það fyrst undir Ámunda.
Svo með Helga og Tý.
svo með Helga á ný
og svo með hljómsveit sem stödd var í námunda.

Hún Ingveldur gamla frá Engi.
Hún ei hafði fengið það  lengi.
En á leið heim af engjunum
hún lent´undir drengjunum
og lá svo í mánuð með strengi.

Það er almenningsálit í sveitinni
að ást séra Markúsar á geitinni
megi hreint ekki lá,
þegar litið ber á
hversu lík hún er Jórunni heitinni.

Einn maður í fjöllunum "Fannlausu"
var að fá það hjá Sigríði mannlausu,
þá brjálaðist gellan
og beit hann í sprellann,
nú tekur hann bara þær tannlausu.

Hún var glettin hún Gunna frá Glerá
svo giftist hún Jóni frá Þverá
og nú hoppa um húsin
hálft annað dúsin
af krökkum sem enginn veit hverá.

Hún var fjörug hún Fríða á Fjalli
þó sjaldan hún væri með kalli
en þegar á kvöldin
er greddan tók völdin
þá varð henni höndin að falli.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agný

Þessar eru fjári góðar  ég myndi áætla að höfundurinn sé einhversstaðar af Norðurlandi... miðað við bæjarnöfnin,, ég  þekki allavega tvö úr Eyjafirðinum...

Agný, 14.1.2007 kl. 11:23

2 Smámynd: Ólafur fannberg

góður

Ólafur fannberg, 14.1.2007 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband