14.1.2007 | 11:40
Farfuglar Eiríks
Jónatan Garðarson er með skemmtilega grein í Fréttablaðinu um myndina Farfuglar eftir Eirík Smith. Er hann að velta fyrir hvaðan myndin er og er að geta þess að hún sé frá Þýskubúðum í Straumi, en Eiríkur ólst upp í Hafnafirði og ætti að þekkja umhverfi þess mjög vel, enda margar af hans myndum af þessu stórkostlega svæði. Jónatan segir svo:
"Ég lít svo á að myndin sé frá Þýskubúð og er sennilega af móður hans fremur en ömmu. Eða bland af þeim báðum. Þessi gamla kona er svo meitluð í framan. Og sterk. Ég sá verkið fyrst á sýningu Eiríks á Kjarvalsstöðum árið 1981 en myndin er máluð 1980. Já, Eiríkur er magnaður myndlistarmaður. Af hverju heitir myndin Farfuglar? Það er náttúrlega einhver sveimur þarna, jú. En Eiríkur hefur alltaf verið snjall að finna nöfn á verk sín. Ekkert "án titils". Eða eins og konan sagði: "Án tillits". Sem er náttúrlega miklu betra."
Vil ég benda á að fyrirmyndin, þ.e. húsgaflinn, ströndin og litli vitinn í bakgrunni, er fenginn að láni úr Garðinum, nánar tiltekið Lambastöðum, en Lambastaðir, Gamli vitinn og ströndin er mjög vinsælt myndefni listamanna og var Eiríkur engin undantekning á því, enda eru þær ansi margar myndirnar sem hann málaði af þessu svæði, hver þeirra hreint listaverk. Heitið Farfuglar á við við þessi 4 element sem myndin sýnir, gamla konan, gamla húsið, gamli vitinn og farfuglarnir, þetta eru allt hlutir sem koma og fara.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessi færsla hefði átt að vera undir Menningu ekki Stjórnmál og biðst ég velvirðingar á því!
Bragi Einarsson, 14.1.2007 kl. 11:43
flott mynd
Ólafur fannberg, 14.1.2007 kl. 12:34
Æðisleg mynd
Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.1.2007 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.