Geisp eða gaspr!

Hvurs lax! Það er orðin full vinna að les bloggin hjá ykkur, félagar og gefa kommett þar sem við á. Þannig er það nú hjá mér þessa dagana að ég er illa haldinn af ritleti eftir langann vinnudag. Þegar prótínið er farið að hafa áhrif á lífærin á manni eftir kvöldmatinn, breytist maður í þægt sófadýr fyrir framan fréttirnar, og svarar stundum með eins atkvæðis orðum og segir já þar sem maður átti að segja nei þegar frúin reynir að ná sambandi við nánast heiladauðann eiginmanninn! Meira að segja er manni boðið góðann dag eftir að hafa dottið út af og þarf þá að setja á Stöð2 plús til að ná restinni af bullinu í fréttunum. Ekki það að maður hafi misst af miklu. Trúðarnir á Alþingi halda áfram að ganga fram af fólki, ástandið í Byrginu orðið eins og á síðustu dögum Berlínar í seinni heimstyrjöldinni og ráðherrar vísa á hvern annan, þegar talið berst að ábyrgð varðandi greiðlur til Byrgisins. Hef heyrt þetta áður! Málefni Byrgisins er eins og misheppnaður ættingi, sem enginn vill þekkja eða taka á.
Margrét S ætti að skella sér í formanninn, aðeins að velgja þeim Gauja og Magga undir eyrum, þó aðallega til að setja korktappa í túlann á þeim Jóni og Co, Ný-rasistunum, sem poppuðu upp í haust. Ef ekki, þá er örugglega pláss fyrir hana í öðrum flokkum. Kannski ætti Margrét og Kristinn bara að stofna nýjan flokk, ha? Og þeir sem ekki hafa hljómgrunn í sínum flokki að ganga til liðs við þau, ha! Margt vitlausara en það.

En vitið þið bara hvað, nú er fólk orðið svo moldríkt hér á Íslandi að hesthúsin eru orðin flottari en íbúðirnar, sem eigendur hestanna búa í. Bara eitt st. 25 hesta hús kosta skitnar 30 millur! Ég er bara farinn að átta mig á því að kannski sé best að kaupa hest, eitthvað hljóta þeir að ávaxta sig. Kannski skíta þeir bara peningum, svei mér þá! Svo er hægt að beita þeim á blettinn hjá sér, þá þarf maður ekki að slá. Svo ef harnar í ári, jæja, ég á alltaf gömlu salttunnuna, sem ég erfði eftir hann afa, hún rúmar hest eða svo!

Þessi bloggfærsla er svo algjörlega á ábyrgð þeirra sem lesa hana og túlka rangt, því að ekki get ég borðið neina ábyrgð á gasprinu í mér, þegar svona er áliðið kvölds!

Góðar stundir!

Geisp! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitt og geisp hehehehe

Ólafur fannberg, 17.1.2007 kl. 22:08

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Bullið sem kemur úr manni stundum er óskiljanlegt, en mér finnst þú bulla fínt. Ég er sammála að það tekur langan tíma að lesa öll þessi blogg og kvitta...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.1.2007 kl. 22:33

3 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

takk fyrir kvittinn , er farin í veikinda blogg frí. Hittumst hress fljótlega!!

Kveðja Sigrún 

Sigrún Friðriksdóttir, 17.1.2007 kl. 23:09

4 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Já, sammála þessu með að þetta taki allt tíma... en þvílíkt þægilegt eftir að þetta bloggvinakerfi kom :) Þá þarf maður ekki að taka allan rúntinn heldur er séð um það fyrir mann

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 18.1.2007 kl. 00:08

5 Smámynd: Agný

Þú bullar mikið betur en bullukollarnir á alþingi satt ..þetta er farið að taka alltof langan tíma að lesa og kvitta..ekki síst þegar netið hefur verið að bögga mann..Ég er nú gömul sveitamanneskja og hef átt slatta af hrossum..en ekki svona flott hesthús..og ekki varð ég vör við að það glamraði í gulli þegar maður mokaði  skítnum út svei mér þá ég hugsa að ég fengi ekki nema eina stíu fyrir mitt hús miðað við þetta verð...

Agný, 18.1.2007 kl. 01:33

6 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Svindlaði smá og tók mér smá bloggrúnt og varð að kíkja og kvitta hjá þér

Kveðja Sigrún. 

Sigrún Friðriksdóttir, 20.1.2007 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband