Nýr flokkur?

Ég nefndi það í síðustu færslu að það væri kannski bara sniðugt af Margréti Sverris, Krisinni H og öðrum utan"gátta" frambjóðendum að stofna bara nýjan flokk, til að koma heitustu málunum á framfæri. Það má bæta Hjálmari Árna við þennan hóp.
Annars ætlaði ég ekki að tala neitt um pólítík, en ég bara varð að koma þessu að. Það sagði við mig vinnufélagi minn í morgun, að laugardagurinn hafi verið frábær,  Chelsi tapaði og  Ísland vann Ástralíu og prókjör Framsóknar var í gangi. Sunnudagurinn var aftur á móti hræðilegur! Tap i handbolta og tap hjá Hjálmari! Gat ekki endað verr, sá dagur, tjáði hann mér. Við vinnufélagarnir þurftum að setja saman stuðningshóp, til að hugga hann og samt er hann ekki Framsóknarmaður!
Ég nánanst sofnaði yfir Eurovision undankeppninni og samkvæmt sögn minnar spúsu, þá missti ég ekki af miklu, en þó var ég búin að heyra þessi lög í útvarpi í vikunni og var nokkuð viss um tvö af þeim þrem næðu áfram, var ekki viss með Blómabörnin. Þótti það falskt sungið!
Reyndar var ég á vinnustofu minni um helgina að kreista fram eitthverju viti úr penslunum með misjöfnum árangri og skellti mér á opnun sýningarinnar Tvísýna, sem opnuð var í Listasafni Reykjanesbæjar á laugardag, Þrælflottar myndir hjá þeim Hlaðgerði Írisi og Aroni Reys, Hlaðgerður með þessa þrælflottu blæbrygði í andlitsmálun og ofurnákvæm og Aron svona skemmtilega "hrár" en dulúður í sínum verkum. Mæli með sýningunni!

Annars heyrði ég ansi skemmtilega auglýsingu í útvarpinu áðan, en þar var stuðningshópur að hvetja hlustendur að standa við bakið á "strákunum okkar" og sýna stuðning í verki! OK, ég er staddur á Íslandi og strákarnir eru í þýskalndi og vonandi heyra þeir öskrin í mér núna: ÁFRAM ÍSLAND!

Góðar stundir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Bara kvitt frá mér í dag, sorry !!

Sigrún Friðriksdóttir, 23.1.2007 kl. 23:02

2 Smámynd: Margrét M

heyrðu Bragi ...ertu með síðu þar sem hægt er að skoða eitthvað af verkum þínum..?

Margrét M, 25.1.2007 kl. 09:09

3 Smámynd: Agný

Mér finnst nú alveg nógur fjöldi af flokkum hér á landi svona út frá höfðatölu okkar.. Vandamálið er að þegar enginn nær afgerandi fylgi og verður einhver samsuða sem verður svið stjórn..Fjöldi er ekki alltaf það sama og gæði..En með málverkin þín ..því ekki taka ljósmyndir af þeim og setja hér inn á myndaálbúm?Kanski ég geri það sjálf með mitt hrafnaspark...

Agný, 25.1.2007 kl. 10:24

4 Smámynd: Bragi Einarsson

síðan var virk þar til fyrir nokkrum mánuðum . Er að vinna í að gera nýja  Læt ykkur vita hér á blogginu þegar hún poppar upp!

Bragi Einarsson, 25.1.2007 kl. 12:19

5 Smámynd: Margrét M

ok ...væri til í að skoða ..því veit að þú ert töluvert góður og mig vantar kanski verk ..þ.e.a.s ef ég finn það rétta ..

Margrét M, 25.1.2007 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband