Einn fyrir háttinn

Jæja, nýskriðinn inn eftir gott "pennsla skvett". Var að koma af vinnustofunni frá því að nudda olíunni á strigan og hlustaði á meðan á brot úr gömlum leikritum og óperuna Rigoletta. Það er allavega skárra en að velta sér uppúr pólitíkinni. En (verð að fá að rausa)  miðað við fréttir undanfarna daga eru greinilega að koma kostningar, menn bara spreða milljörðum til hægri og vinstri eins og skítadreyfarar. Samgönguráðherra er að reyna að toppa landbúnaðarráðherra með tillögum um vegabætur og tvöfaldanir og formaður bygginganefndar hátæknisjúkrahúss farinn að brýna framtennurnar. Nú skal sko fara að framkvæma! Lofa nógu mikið, rugla fólk í rýminu, tala sem minnst um það sem ætti að ræða um og halda kjafti um rest! Það hefur t.d. ekki nema einn þingmaður gagnrýnt vitleysuna varðandi Byrgið, þeir sem bera ábyrgð, rembast við að halda kjafti og vona bara að landinn verði búinn að gleyma öllu í maí. Þó hafði einhver félagsmálaráðherran vit á að láa sig hverfa áður en ósköpin dundu yfir. Hann sá þetta fyrir. Svo tók nú steininn úr, þegar Halldór B fór bara að setja saman ríkisstjórn í beinni í hádegisviðtali í gær! Það er semsagt búið að ákveða niðurstöðuna og valið stendur á milli Framsóknar, (ef flokkurinn verður þá enn til í vor) og Samfó, ef hún vill vera með Íhaldinu. Mín ósk er sú að bæði Famsókn og íhaldið taki sér a.m.k. 8 ára launalaust leyfi frá störfum og fari að sinna gæslumálum í Írak, svo að þeir átti sig á hvað þeir voru að styðja þarna um árið. 

Lifi byltingin í vor!
(hvernig svo sem við förum að því!)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

styð byltingu....

Ólafur fannberg, 2.2.2007 kl. 15:30

2 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Bara kvitt frá mér í dag

Sigrún Friðriksdóttir, 2.2.2007 kl. 23:52

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Loforð?? ... Ég mæli með þessari færslu

Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.2.2007 kl. 12:55

4 Smámynd: Bragi Einarsson

Gunnar, það er nákvæmlega þetta sem ég er að meina, eftir að hafa lesið færslu Guðmundar! Það er kominn tími til breitinga!

Bragi Einarsson, 4.2.2007 kl. 13:59

5 Smámynd: Bragi Einarsson

Til er ég!

Bragi Einarsson, 4.2.2007 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband