Logn og blíða og "m-álæði"

Flott þetta nýja þema! Rembrant. Hentar vel svona listakalli eins og mér og hlakka til að fá fleirri afbrigði af þessu í framtíðinni.

Þrátt fyrir þessi fyrstu orð, á fer þessi færsla á Stjórnmál og samfélag, eðlilega, enda að styttast í kostningar. Sá þáttinn á stöð tvö í gær, "Slegið í klárinn" eina og Sigmundur Ernir kallar það, og það má eiginlega segja að hrossið hafði verið hreinlega slegið niður, ef menn eru staddir annar staðar en á línu Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Annað eins hefur nú ekki sést barasta síðan olían fraus hér um árið! Reyndar mátti hann eiga það, bæjarstjórinn, að hann minntist nú á það að fyrra bragði að það væri eiginlega ekki að marka þessa spá, þrír smáflokkar voru hreinlega ekki komnir á koppin, þegar þessi spá var gerð og A-listinn afsakar sig með því að segja að stefnulistinn (loforðalistinn) hefur ekki verið birtur. Hm. Mig minnir að hann hafi verið kominn fram þetta framboð Samfylkingar og Framsóknar fyrir meir en mánuði síðan. Hvers vegna var ekki stefnuskráin komin í ljós fyrr? Engin skipstjóri leggur úr höfn nema vita hvert hann ætlar að fara og hvað hann ætlar að gera. Ekki góð byrjun það hjá annars ágæta lista. Vonandi verða þessar tölur ekki til að draga úr mönnum kjarkinn, því að enn er langt í kostningar og margt getur gerst á þrem vikum, þó svo að litlu listarnir nái ekki að velta Árna úr stólnum, en þeir eiga eftir að rétta úr kútnum, alla vega A-listin og Vinstri grænir, það er nokkuð öruggt. Reyndar hefur Reynir tekið þarna stóran séns að setja sig á 6 eða 7 sæti, full mikil bjartsýni þykir mér, því að ekki geri ég ráð fyrir að A-listinn fái svo marga, mesta lagi 2 og í besta falli 3. Vinstri gærnir koma sterkir inn, hafa reyndar aldrei boðið áður fram til sveitastjórnar í Reykjanesbæ, eða ekki síðan að Allaballar voru og hétu. Það var eitt atriði sem ég tók eftir hjá Sigurði Eyberg, "Ekkert álver, takk fyrir". Nýjan vinklil - Aðra sýn!. Flott, ánægður með hann, leggja frekar áherslu á ferðamál, en eitthvert F*****G monster við bæjardyrnar, þó að það gefi eitthvað í aðra hönd í smá tíma, þá á það eftir að koma í bakið á okkur. Eða erum við íslendingar mikið að fara á staði erlendis þar sem stórar verksmiðjur eru, kjarnorkuver og þessháttar mannvirki eru staðsett, (ekki nema einhverjir verkfræðingar kannski)? Nei, það er sól, náttúra og að græða peninga. Málið er að Suðurnesin hafa sól, (stundum falin á bak við ský) sérstaka náttúru, heillandi hugmyndir fyrir ferðamenn og fólk sem sér lengra fram í tíman í ferðamálum, sem er umhverfisvænn iðnaður sem ALLIR njóta góðs af og á eftir að skila til svæðisins mun meiri pening en álver. Þ.e., fjámagnið verður þá a.m.k. eftir á svæðinu, ekki satt?

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband