Makalaust!

Jæja, ríkisstjórnin er með á teikniborðinu áætlun um að þeir sem greiða eingöngu fjármagnstekjuskatt, fari að greiða til framkvæmdasjóð aldraðra (klap klap klap), og hinn meingallaða nefskatt, sem er sú mesta tekjuskerðing á launafólk með stóra fjölskyldu! Ég sakna í þessum tillögum að þessir aðilar greiði einnig útsvar til sveitarfélagsins eins og aðrir. Samkvæmt fréttum S2 í kvöld munar um 2 millur á milli hjóna sem greiða skatta eins og "venjulegt" fólk og þeirra sem greiða bara sín 10%.

Svo er það með furðu að hægt sé að moka peningum úr þessum framkvæmdasjóði í bæklinga og launagreiðslur, peningar sem á að fara í uppbyggingu til aldraða, s.s. húsnæði og fl. Og þetta hafa heilbrigðisráðherrar gert án athugasemda í gegnum áratugi. Þarna er eitt dæmi um skatt sem fer í eitthvað annað rugla en það sem það á að fara í, svona eins og olíugjaldið, sem ætti með sönnu að fara í vegaframkvæmdir,en stór hlui fer í rugl.

Eins og skáldið sagði eitt sitt: Þetta eru asnar, Guðjón! 

Kæru kjósendur, ekki kjósa yfir ykkur ósómann enn eina ferðina, farið í kalda sturtu og farið að vakna. 

Lifi byltingin í vor! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Pólitík er bara lögleg mafía, ef þú spyrð mig

Sigrún Friðriksdóttir, 4.2.2007 kl. 21:30

2 Smámynd: Bragi Einarsson

Löglegt, en siðlaust, góð bók um Vilmund Gylfason, sú bók eiginlega opnaði augu mín!

Bragi Einarsson, 4.2.2007 kl. 22:43

3 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Ég held að það ætti að loka alþingi og ráða Zou sem framkvæmdarstjóra yfir litla fyrirtækinu Íslandi og koma því á réttan kjöl. Þetta er kona sem er búin að prófa margt og hefur örugglega betri reynslu en margur annar í að leysa vandamálin í skóginum, svo allir geti verið vinir

Sigrún Friðriksdóttir, 4.2.2007 kl. 23:10

4 Smámynd: Ólafur fannberg

gerum byltingu

Ólafur fannberg, 5.2.2007 kl. 08:08

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Það mætti dusta rykið af ýmsu sem Vilmundur hélt fram og barðist fyrir. Eiginlega vantar þá dímensjón dálítið inní umræðuna. Já, byltingin, fyrir hvern og hver skal á halda...?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.2.2007 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband