5.2.2007 | 20:10
Leynisamningar
ég er að lesa bókina um Óvini Íslands og er að mörgu leiti fróðleg lesning. Hún lýsir nokkuð vel þeirri paranoju sem ríkti hér á landi um og eftir seinna stríð. Ber þar hæst hin "meintu" hlerunarmál sem reyndar hefur verið viðurkent af öllum nema aðilum í Sjálfstæðisflokknum, að hafa verið stunduð. Bjarni heitinn Ben og Có voru gjörsamlega að fara úr límingunum vegna þess að nokkrir kommar voru að blása sig hása og sáu stjórnarliðar að bylting væri í uppsiglingu. Sem er líka dálítið fyndið, því að samsettning Komma á íslandi miðað við löndin í kringum okkur, voru ekki að sama meiði, þrátt fyrir að Kommúnistaflokkur Íslands hefði í stefnuskrá sinni sósíaliska byltingu, þá voru þeir óttalega veikburða og höfðu ekki til þess nægilegan stuðning landsmanna. Meira að segja háttsettir hershöfðingjar í bandaríska hernum töldu að engin hætta væri á ferðum, þra´tt fyrir ða Bjarni og félagar væru endalaust að óska eftir hjálp fré Kananum og endaði þau ósköp að Alþingi samþykkti inngöngu í Atlandshafsbandalagið, sem var sterklega mótmælt á Austurvelli. reyndar kemur fram í bókinni að ástæðan fyrir uppþotinu hafi í raun verið sú að stuðningsmenn stjórnarinna, hinir svokölluðu "hvítliðar" hafi fjölmennt á svæðið, vopnaðir kylfum og dóti og Heimdellingar hvatt fólk til að mæta á Austurvöll, stjróninni til varnar! tek það fram að nokkru áður hafi mönnum verið fjölgað mikið í lögreglu borgarinnar áður en þetta gerðist.
Hvað með það, þessi frétt vakti hjá mér létta kátínu og er eiginlega sönnun þess að Sjálfstæðismenn fyrr og síðar eru illa haldnir af leynimakki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
þá var binni laden góði karlinn
Ólafur fannberg, 6.2.2007 kl. 00:17
lestrar kvittur
Margrét M, 6.2.2007 kl. 13:28
Kvitt og knús
Sigrún Friðriksdóttir, 8.2.2007 kl. 00:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.