18.2.2007 | 15:25
Snillingur?
Ég er snillingur eða hvað? Í blogginu hér á undan lauk ég færslunni með því að varpa þeirri spurningu fram að hvort Eiríkur H skyld nú vinna Júró? Og viti menn. Hann vann! Ég hef heyrt að menn sem verða veikir, falli í trans og svoleiðis, en þetta var ótrúlegt.
Hitt er svo annað mál að mér þótti flest lögin af þessum 9 sem tóku þátt, ekkert hreyfa við mér. Ef ég miða við lögin sem tóku þátt í fyrra, þá voru mörg þeirra góð, en af þessum lögum í gær, þá fannst ég hafa heyrt þau áður. Sorry!
Svo var líka athyglisvert að sjá framsetninguna á keppninni. Þetta er sönglagakeppni ekki söngvarakeppni og allar kynningar snérust meira og minna um söngvarana, en ekki höfunda laga og texta. Kom það berlega í ljós þegar tilkynnt var að lagið "Ég les í lófa þinn" hafi orðið sigurstranglegast, þá var það eins og Eiríkur hafi samið lag og texta! Ekki er ég þó að gera lítið úr Eika-tröllinu, hann stóð sig vel eins og venjulega með allt sem hann gerir, og hann missti ekki "kúlið" eins og einhver hafði orð á.
Kannski er erfitt að skipuleggja svona keppni og reyna að gera hana þannig úr garði að hún sé sönglagakeppni, en við föllum alltaf í þá gryfju að velja söngvara ekki lag og texta. Sjáið hvað gerðist í fyrra! Regína sat eftir heima með lang flottasta lagið og Silvía Nótt vinnur út á "sjóvið". Ég er sannfærður um að Regina hefði komist í undanúrslit í fyrra. Sannfærður. Hún hefði lent í eitthvað af 10 efstu sætunum!
En ég óska samt Eiríki Haukssyni, Sveinni Rúnari Sigurðssyni og Kristjáni Hreinssyni til hamingju!
Hitt er svo annað mál að mér þótti flest lögin af þessum 9 sem tóku þátt, ekkert hreyfa við mér. Ef ég miða við lögin sem tóku þátt í fyrra, þá voru mörg þeirra góð, en af þessum lögum í gær, þá fannst ég hafa heyrt þau áður. Sorry!
Svo var líka athyglisvert að sjá framsetninguna á keppninni. Þetta er sönglagakeppni ekki söngvarakeppni og allar kynningar snérust meira og minna um söngvarana, en ekki höfunda laga og texta. Kom það berlega í ljós þegar tilkynnt var að lagið "Ég les í lófa þinn" hafi orðið sigurstranglegast, þá var það eins og Eiríkur hafi samið lag og texta! Ekki er ég þó að gera lítið úr Eika-tröllinu, hann stóð sig vel eins og venjulega með allt sem hann gerir, og hann missti ekki "kúlið" eins og einhver hafði orð á.
Kannski er erfitt að skipuleggja svona keppni og reyna að gera hana þannig úr garði að hún sé sönglagakeppni, en við föllum alltaf í þá gryfju að velja söngvara ekki lag og texta. Sjáið hvað gerðist í fyrra! Regína sat eftir heima með lang flottasta lagið og Silvía Nótt vinnur út á "sjóvið". Ég er sannfærður um að Regina hefði komist í undanúrslit í fyrra. Sannfærður. Hún hefði lent í eitthvað af 10 efstu sætunum!
En ég óska samt Eiríki Haukssyni, Sveinni Rúnari Sigurðssyni og Kristjáni Hreinssyni til hamingju!
Athugasemdir
Horfði auðvitað ekkert á þetta, en ég féll alveg fyrir Eika þegar hann söng Freddy Mercury í Queen sjóvi á Hótel Íslandi fyrir ca 6-7 árum.
En ég er sammála ég horfði á endursýninguna af Eurovision í fyrra af því það var búið að tala svo mikið um þessa Silvíu Nótt og guð hvað ég skammaðist mín fyrir að vera Íslendingur. Við í útlöndum eins og stæðsti parturinn af áhorfendum er vissi og veit ekkert um að hún er og eða var fígúra spiluð af leikkonu, svo þetta misheppnaðist rosalega.
Klem
Sigrún Friðriksdóttir, 18.2.2007 kl. 21:09
Sammála Sigrúnu um Sylvíu Nótt og ég held við þurfum ekki að skammast okkar fyrir Eirik.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 18.2.2007 kl. 21:44
Eiríkur Hauksson ,fer vel með þetta ............
Margrét M, 19.2.2007 kl. 09:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.