Finnsk skemmtisaga II

Ég lofaði að það kæmu fleiri finnskar skemmtisögur og hér kemur saga númer 2. Góða skemmtun:

mynd2Þeir óborganlegu finnsku bræður Pekka og Júkka fóru til Indlands og dvöldust í Nýju-Delhí. Þeir lenda alltaf í einhverju þeir bræður og svo fór nú einnig í þessari ferð því fyrr en varði var Pekka lentur á spítala þar sem hann lá vafinn sárabindum um allan skrokk og var illa haldinn.
Júkka koma að sjáfsögðu á spítalann til að heimsækja bróður sinn.
-    Hvað gerðist eiginlega? spurði Júkka.
-    Það er nú varla að ég viti það, stundi Pekka vesældarlega. – Ég var úti í skógi á snákaveiðum og var búinn að læra aægjörlega til hlítar hvernig veiða átti snáka. Svo kom ég skyndilega auga á einn stórann, gul- og svartröndóttann og það sást ekki í hausinn á honum þarna í þykku grasinu. Ég auðvitað greip endann, lét höndina renna eldingshratt upp eftir halanum á honum og hafði þumalputtann útspentan til að grípa um hausinn á honum, því ég vildi náttúrulega ekki að hann biti mig!
-    Nú, en hvað? spurði Júkka. – Beit hann þig?
-    Ja, ég veit það varla. stundi Pekka. – Áður en ég vissi af, var ég kominn með þumalfingurinn á kaf upp í rassgatið á því stærsta tígrisdýri sem ég hef nokkurn tímann séð…!

 LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

Finnarnir eru góðir

Ólafur fannberg, 21.4.2007 kl. 22:49

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Í dag er dagur Jarðar ! Til hamingju með það, Ljós og friður til Jarðainnar og Þín Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.4.2007 kl. 11:58

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Góð saga. Langamma mín var finnsk, mér hefur alltaf langað til að kynnast finnum, þá meina ég þá skemmtilegu og spaugilegu. Það er ágætt að byrja á svona skemmtisögum.

Benedikt Halldórsson, 22.4.2007 kl. 15:30

4 Smámynd: Margrét M

flisss... he heh

Margrét M, 30.4.2007 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband