23.4.2007 | 12:17
Skóflustungu- og buddukosningar
Skóflustungukosningar:
Þegar flestir ef ekki allir toppar stórnarflokka eru farin að birtast á síðum dagblaða við einhvern ákveðin viðburð, fyrstu skólfustungu eða opnun á einhverju Rými. HEf tekið eftir því síðustu daga og vikur að það er orðið mjög algengt að slíkt sjáist á áberandi stað. Þetta gerist alltaf rétt fyrir kosningar, þæði til Þings og Bæjar. Liður í því að láta fólk gleyma.
Buddukosningar:
Jón Baldvin kallar það buddukosningar og er nokkuð til í því hjá kallinum. Framsókn búinn að moka út nokkrum millum, fjármálaráðherra, samgönguráðherra líka. Væntanlega fer heilbr. ráðherra/frú að gera slíkt hið sama. Á bara að gera eitthvað jákvætt fjórða árið sem setið er í stjórn, en nota hin 3 árin til að svíkja það sem lofað var?
Samkvæmt skoðanakönnun mun stjórnin halda velli, geri væntanlega ráð fyrir að þessi skóflustungu- og buddukosningaaðferðum séu að skila sér, því miður!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, þessi tími fram að kosningum er engu líkur, stjórnmálamenn breytast í jólasveina sem vilja gefa öllum eitthvað gott í skóinn en það versta er að þeir tala líka eins og jólasveinar.
Benedikt Halldórsson, 23.4.2007 kl. 17:42
jólasveinakostningar
Margrét M, 24.4.2007 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.