9.5.2007 | 12:49
Rétt talið?
Dam it, nú er barasta búið að setja á mann nýtt talningakerfi! Næst verður það þannig að mar kjósi í gegnum tölvur.(það er þó nokkuð öruggt) Þar sem ég er ekki einn af þessum bloggurumm sem fer mikið yfir 50 heimsóknir á dag, þá er þetta kerfi hreinlega til að brjóta mann niður
Nei, djók, líst bara vel á þetta, það verður þó til þess að það verður rétt talið á síðunni.
Annars er ég rétt mátulega bjartsýnn fyrir næstu helgi. Laugardagurinn verður ansi strembinn, nema hvað. Kjósa og kjósa. Pizza, bjór og missa sig yfir niðurstöðum kosninga. Reyndar kemur það í ljós á fimmtudagskvöldinu, hvort að það sé einhver ástæða til að vera missa sig yfir laugardeginum, er það möguleiki að Eiki komi okkur (eða sér) uppúr undankeppninni? Vonandi en er ekki bjartsýnn, frekar en Framsókanrflokkurinn, Þeir nefnilega vona en óvíst að þeir hafi árangur sem erfiði. En ekki ætla ég að gráta það. Reyndar keppast Sjallar að segja og þegja sem minnst eða mest þessa dagana, taka ekki á neinum málum sem eru hvað sterkust í umræðunni, nema þá kannski að viðhalda hagvexti (reyndar á kostnað barnafólks, láglaunafólks, öryrkja og aldraðra). Þeir eru með svakalega flottar sjónvarpsauglýsingar en þær segja bara ekki neitt, nema það sem fólk vill heyra. Ég sagði við félaga minn í gær að í raun væri Sjallar ekki nema 25-27% flokkur, þ.e. þeir sem eru allharðir sjallar, með blátt blóð og sjálfstæðis-steinhjarta. Hin 15% eru svona "wannabee" lið sem hefur ekki sjálfstæða skoðun og vill bara styðja þann flokk sem nær hæstu prósentutölu í kosningunum. Hann hló dátt þessi félagi minn og tók undir þetta.
Síðasta skoðanakönnun (í gær) sagði að Sjallar og VG væru að dala, Samfó og Framsókn að bæta við sig. Ég vissi ekki hvort ég átti að hlæja eða gráta. Hlæja yfir að Sjallar væru að missa flugið eða að Framsókn að bæta við sig. Svo hugsaði ég með mér: Gott, ef þetta verður niðurstaðan, þá er alveg öruggt að hvorugur stjórnarflokkurinn verði í næstu ríkisstjórn, því að þó að Framsókn bæti við sig 2 prósentustigum, er nokkuð öruggt að Samfó, F, og VG vilja ekki hafa hann með.
En endilega, fellum ríkisstjórninga þann 12 og setjið X við S og vonum að Eiki meiki það í Helsinki.
Góðar stundir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ekki veit ég nú hvað skal kjósa en farðu varlega í bjórinn og pizzuna
Margrét M, 9.5.2007 kl. 13:18
Það fer eftir því hvað þú kallar RÉTT talið! Ég er svo beisk, hef hrapað niður vinsældalistann eftir að upp komst að vandvirkir bloggvinir mínir sem skoðuðu, lásu, kommentuðu, "töldu" oftar en þeir sem rétt kíktu, hviss bang. Nú er það bara þannig að ef ég kíki á þig aftur í dag telst það ekki heimsókn af því að ég er búin að koma! Ekkert skrýtið þótt maður hrapi og sé númer milljón núna ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.5.2007 kl. 13:34
Það eru nokkrir möguleikar, kjósa þennaneðaeðaeðaeðaeða vera....
Benedikt Halldórsson, 9.5.2007 kl. 16:50
innlitslúkk og kvitt
Ólafur fannberg, 9.5.2007 kl. 17:29
Skil þig Guðríður, þetta er slæmt fyrir þig, en....þú sérð munin á Flettingum og Innliti og auddað IP-tölu. Benedikt, ég ætla að vona að þessi verði fyrir valinu.
Bragi Einarsson, 9.5.2007 kl. 17:33
þetta skiptir eigumáli, þeir sem koma, koma, þeir sem ekki koma , koma ekki, þeir sem eiga að lesa, lesa, þeir sem eiga ekki að lesa, lesa ekki.
ljós til þín og góða muna blóðþrýstinginn á laugardaginn
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.5.2007 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.