13.5.2007 | 15:11
Daginn eftir...
...kosningar. Hausverkur. Bæði af bjór og niðurstöðum. Greinilegt að stór hluti þjóðarinnar telur að Sjallar séu þess verðugir að láta þá ráðskast með sig. Bæta við sig 3 þingsætum og það þrátt fyrir það að vera með tvo vonlausa karaktera í Suðurkjördæmi! Ég óska samt Björgu Guðjónsdóttur til hamingju með þingsætið og veit að hún á eftir að standa sig, þrátt fyrir að vera í liði Sjalla, þekki hana bara af góðu. En ég er ekki eins glaður yfir gengi minna manna í kjördæminu, hvorki Marshall né Guðný inni! Bömmer! Þetta leit mjög vel út miðað við fyrstu tölur og á tímabili sá ég að Samfó hafði um 20 þingmenn (RÚV.is)
En það tókst ekki í þessari atrennu að fella stjórnina, þó svo að hún hangi inni með naumum meirihluta, því að Bjarni Harðar er eins og Sleggjan, ef þeir fara að vesenast með virkjun í neðri Þjórsá, mun Bjarni ekki styðja það og Árni Johnsen, ja, ef hann fær ekki hlutina með frekju á þingi, er hætt við að hann fari í fýlu, ef hann fær ekki göng til Eyja. Nei, ég held að Geiri kallin fari ekki í stjórn með Framsókn, skilaboð þjóðarinnar er of afgerandi til þess að það gangi. Sko, flokkur sem nær ekki inn formanni sínum á þing né umhverfisráðherra, verður að fara í endurhæfingu á Reykjalund eða hreinlega að grafa sig strax. Að verða malbiksflokkur mistókst, þeir eru og verða alltaf sveitaflokkur.
Nei, get ekki séð hvernig næsta stjórn verður, finnst ekki tókst að fella stjórnina, Geiri H. er með boltann og honum liggur ekkert á. Kannski tekur hann VG inn eða þá að hann bjóði Samfó til sængur. Æ, ég veit það ekki, hefði viljað sjá Kaffibandalagið virka, en eins og ég sagði Geiri ræður og hann verður ekki tilbúinn að láta boltann til Samfó eða Steingríms.
En það tókst ekki í þessari atrennu að fella stjórnina, þó svo að hún hangi inni með naumum meirihluta, því að Bjarni Harðar er eins og Sleggjan, ef þeir fara að vesenast með virkjun í neðri Þjórsá, mun Bjarni ekki styðja það og Árni Johnsen, ja, ef hann fær ekki hlutina með frekju á þingi, er hætt við að hann fari í fýlu, ef hann fær ekki göng til Eyja. Nei, ég held að Geiri kallin fari ekki í stjórn með Framsókn, skilaboð þjóðarinnar er of afgerandi til þess að það gangi. Sko, flokkur sem nær ekki inn formanni sínum á þing né umhverfisráðherra, verður að fara í endurhæfingu á Reykjalund eða hreinlega að grafa sig strax. Að verða malbiksflokkur mistókst, þeir eru og verða alltaf sveitaflokkur.
Nei, get ekki séð hvernig næsta stjórn verður, finnst ekki tókst að fella stjórnina, Geiri H. er með boltann og honum liggur ekkert á. Kannski tekur hann VG inn eða þá að hann bjóði Samfó til sængur. Æ, ég veit það ekki, hefði viljað sjá Kaffibandalagið virka, en eins og ég sagði Geiri ræður og hann verður ekki tilbúinn að láta boltann til Samfó eða Steingríms.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ja, soddan kan det gå, livet er ikke latid som vil vil.
lys til dig.
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.5.2007 kl. 11:56
Margrét M, 14.5.2007 kl. 14:26
Það er nú þannig að hægt er að skipta út formanni á einfaldari hátt heldur að skipta um ríkisstjórn, fólk sem hefur gagnrýnt núverandi stjórn, hefði átt að hugsa sig tvisvar um áður en það kaus Sjalla eftir alla gagnrýnina. Ég hélt líka að málefnin ættu að skipta máli. Ég er ekki viss um að Össur hefði náð meiri árangri, óákveðið fólk var bara svoddan hænur að þau þorðu ekki að kjósa annað en íhaldið, vegna einhvers fortíðarótta! Nú situr stjórnin áfram með handónýtan Framsóknarflokk og íhaldið heldur áfram að sinni frjálshyggjustefnu. Þannig er það í pípunum í dag.
Bragi Einarsson, 14.5.2007 kl. 21:16
Þetta var ótrúleg nótt... mér var farið að sundla af ruglingi á tímabili... Gummi inni, Gummi úti, Gummi inni, Gummi úti... úff!
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 15.5.2007 kl. 03:02
gerum byltingu
Ólafur fannberg, 15.5.2007 kl. 05:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.