18.5.2007 | 22:28
Hvað svo...?
Jæja, Jón úti í kuldanum, farinn í fýlu og Ingibjörg inni og VG sýna tennurnar yfir þessum stjórnarmyndunarviðræðum. Það var dálítið fyndið að sjá Sif setjast í stól stjórnarandstæðing í Íslandi í dag í kvöld, virkilega fúl út í Geir að hafa tekið Samfó fram yfir Framsókn en svona er pólitíkin. Maður bíður bara spennur yfir því hvernig ráðherra uppröðunin verður og að hvaða samkomulagi flokkarnir gera sín á milli. Verður ESB skoðað? Hvað með virkjanaáform? Hvað með vexti og verðbætur? Hvað með sjávarútveginn og heilbrigðiskerfið? Jæja, maður segir nú bara, Hvað svo?
En ég er að fara til Helsinki á sunnudag og mun þar af leiðandi vera hálfsambandslaus þar til 29. maí. Þegar komið verður til baka mun ég hella mér út í að undirbúa sýningu sem verður á Flösinni í Byggðarsafni Garði þann 29. júní - 15. júlí í sumar. Ykkur er formlega boðið, Bara að skrá ykkur í gestabókina. Kannski að kaupa eina mynd. Annars mun ég setja myndir afmálverkunum inná myndaalbúmið mitt áður en langt um líður svo að þið fáið smá nasaþef (hehehe, nasaþef, hvernig er það hægt í gegnum tölvu?) að því sem verður til sýnis.
Hittumst síðar eftir rúma viku og farið varlega á meðan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Bið að heilsa Anninu í Helsinki.. hún er þessi hressa í gufubaðinu!
Góða ferð :D
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 19.5.2007 kl. 03:05
góða ferð, og góða sýningu
ljós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 19.5.2007 kl. 23:00
góða ferð til Helsingi
Margrét M, 22.5.2007 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.