29.5.2007 | 11:25
Það er sem ég segi...
...að maður bregður sér út fyrir landsteinanna í smá tíma og það hefur gjörbreyst landslagið þegar mar kemur heim aftur. Í síðustu færslu tala ég um að Jón sé út í kuldanum og mikið helv... var ég sannspár, þó svo að ég hafi verið að meina það í annarri merkingu. Enda varð ég steinhissa (og þó) að lesa um það í fréttablöðunum að mjólkureftirlitsmaðurinn úr Flóanum hafi loksins fengið hið langþráða embætti og tekið að sér formennsku Framsóknarflokksins! Verði honum að góðu!
Annars er úr ferðinni að segja að Helsinki rokkar og Tallinn einnig, en mikið finnst mér miðborg Köben vera orðin skítug og subbuleg. Og liðið þarna á torginu á nóttunum. Það var ráðist á okkur, einn sleginn niður og aðsúgur gert að einni konu í hópnum. Enda var okkur bent á það að vera ekki að þvælast á Torginu eftir miðnætti á kvöldin og þá er átt við ÖLL kvöld vikunnar, ekki bara um helgar. Sukkið er mikið á þessu svæði og hótelið sem við vorum á var staðsett á Ráðhústorginu. Ég var líka feginn að verra kominn heim í gærkveldi, rosalega feginn!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
velkomin heim
Margrét M, 29.5.2007 kl. 15:57
Þekki ekki þessa Köben sem þú ert að lýsa! Alltaf þvælst þarna um á öllum tímum sólarhringsins án þess að lenda í vandræðum. Ekki nema tæpt ár síðan síðast.. .getur ekki hafa breysts svona mikið
Heiða B. Heiðars, 31.5.2007 kl. 09:32
Er ekki bara Krístaníu liðið komið þarna? Fólkið sem hélt til þar gufar ekki upp en það flytur sig um set. En fólk sem bjó þar átti að´vísu að vera mesta rósemdar fólk.. þannig hver veit.....
Agný, 4.6.2007 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.