Í mörgu að snúast...

...þessa dagana, og ekki verið mikið að eyða tíma í blogg á meðan. Frá því ég koma að utan, hef ég meira og minna bundið mig við strigann, enda er sýning hjá mér þann 29. júní á Sólseturshátíð í Garðinum og margt þarf að gera áður en sá dagur rennur upp. Ég er nokkuð ákveðinn hvaða myndir ég verð með, sýningarstaðurinn er ekki stór en gæti rúmað um 12 - 15 myndir. Svo er ég með eina á trönunum sem ég ætla að reyna að vera með á sýningunni og er ég langt kominn með hana, sjá bara svo tíl hvort að hún verður tilbúin í tíma. Það þarf að setja festingar aftan á myndirnar og merkja þær flestar, áður en ég set þær upp og útbúa nafnspjöld til að hafa á staðnum, því að sýningin verður opin í hálfan mánuð hið minnsta og óþarfi að ég sé hangandi yfir henni allan tímann.
Strax eftir að sýningin opnar mun ég síðan pakka niður málaradótinu mínu og flytja mig í annað húsnæði. Núverandi eigandi hússins sem ég er í, þarf að nota herbergið en bauð mér í staðin stærri og rúmbetri aðstöðu, með möguleika á að hafa smá sýningaraðstöðu og með glugga í norður! Það þýðir það að ég get verið að mála þótt svo að sólin sé að glenna sig, en þannig var það í hinu húsnæðinu að ef það er sól, var ekki verandi í húsinu vegna hita!
Þetta verður mikill munur á aðstöðu, þó að ég hafi verið nokkuð ánægður með gamla staðinn, á ég eftir að garga af ánægju með þann nýja. Segi ykkur nánar frá Artboy Gallery þegar nær dregur!

Þar til næst. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband