13.6.2007 | 15:29
Það má rigna...
...eldi og brennisteini, því kallinn er bara búinn að setja nýtt járn á "skúrinn"!
Gamla járnið var frá því ´73 og var sko löngu kominn tími á báruna að fara á haugana og smiðirnir voru vissir um að það væri allt ónýtt undir, en viti menn, það sá ekki á gamla pappanum og timbrið eins og það hafi verið lagt í gær. Þeir voru 6 og byrjuðu að rífa gamla járnið af kl. 8 í gærmorgun og búnir að negla það nýja á og kjölinn á slaginu kl. 17:00 sama dag! Þá er eftir að endurnýja kassann og setja flasningar til að loka öllu. Svo að endurnýja glerið. Svo að endurnýja eldhúsið! Gólfefnin! Allt!
Ég er fluttur úr landi! Ég sé fram á það að það þurfi að endurskoða Íbúðralánasjóð og auka lán til endurbóta á gömlum húsum ef ég á að geta klárað þetta fyrir fimmtugt! Jæja, en járnið er komið á, ligga, ligga lá!


Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Dugnaðurinn í þér :-) það vantar að klára ýmsar endur og úrbætur á mínu húsi....en ég hef tekið eftir því að elsta timbrið sem er að verða 100 ára ( húsið byggt 1919) er mikið þéttara í sér en timbur sem er 60 árum yngra.
þannig ekki búast við eins góðri endingu á "nýja" þakinu og því gamla..
Agný, 14.6.2007 kl. 12:08
Ólafur fannberg, 14.6.2007 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.