20.6.2007 | 19:56
Styttist í ...
...sýningu. Þá er rétt rúm vika í að sýningin opni og verður hún í tilefni Sólsetursdaga í Byggðasafninu á Garðskaga þann 29. júni til15. júlí. Ég hef verið að hamast við að gera myndirnar klárar og er jafnvel með myndir á trönunum sem hugsanlega fara á sýninguna ef þær takast vel. Um helgina ætla ég að leggja veg undir degg og bregða mér á Snæfellsnesið í sveitasæluna hjá henni móður minni og anda að mér kúamykjufílu og öðru sveitalofti! Eftir helgina mun ég setja í myndaalbúm þær myndir sem verða á sýningunni. Ykkur er auðvitað formlega boðið .
En hvað er Sólseturshátíð eiginlega, kann einhver að spyrja? Þannig er mál með vexti að það er ekkert bæjarfélag félag með öðrum félögum nema halda veglega bæjarhátíð og er Sólseturshátíð tilraun okkar Garðmanna til að halda eina slíka. Þetta er þriðja árið sem hún er haldin og tvö síðustu ár hefur hún verið í ágúst (það kemur skýringin á nafninu) en vegna þess hvað almættið skaffaði mánuðum svo fáar vikur til að halda hátíðir, þá var tekið sú ákvörðun að færa okkar hátíð fram í júní, í kringum Jónsmessu, frekar en að keppast við þær hátíðir sem eru í gangi í ágúst, s.s. Verlunarmannahelgi, Fiskidaginn mikla, Gay-Præde, Menningarnótt og fl. minniháttar veislur
Liggja nefndarmenn með liðónýt hné á bæn og óska eftir góðu veðri þessa helgi en eins og landsmenn vita geta veðurguðir átt það til að demba á mannskapinn vætu, bara svona uppá grín, eins og að minna aðeins á sig. Undanfarna daga hefur nefnilega verið sæmilega gott veður, hlítt og notalegt og voru menn í morgun vongóðir um að þarnæsta helgi verði bara þokkaleg, fyrst hann ætar að fara að rigna þessa helgi!
Lesa má um dagskránna af þessari margrómuðu hátíð á vef bæjarfélagsins, www.sv-gardur.is en væntanlega fer ný dagskrá að detta inn hvað úr hverju. Hvet ég alla sem lesa þetta blogg, eiga heimangengt og langar til að eiga góðann dag með fjölskyldu sinni, að bregða sér suður með sjó og skemmta sér við góða dagskrá. Þarna verður full um að vera fyrir börnin og tónlistaratriðu um kvöldið. Vil ég einnig minna á að það er ókeypis á tjaldsvæðin og KK er með tónleika á föstudagskvöldinu í Samkomuhúsinu þann 29. júní.
Jibbíííí
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
lít kannski við
Ólafur fannberg, 22.6.2007 kl. 08:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.