Bakverkir og pungsveittur!

Jæja, við feðgarnir höfðum það af í kvöld að flytja allt dótið úr gömlu vinnustofunni og í þá nýju. Þvílíkur munur verður þetta, ha! Helmingi stærra pláss. Smá óskostur eins og er, því að flutningur fyrirtækisins sem var í húsinu brá svo skjótt að að þeir eru ekki búnir að þrífa almennilega eftir sig, þannig að það er smá saltdaunn yfir öllu en það er til bóta, en það var unninn saltfiskflök í húsinu. En kaffistofan er fín, flísalagt gólf og fínt. Ég byrjaði á því í morgun að sópa og skúra og aðeins að þrífa mesta skítinn áður en ég færi að bera inn draslið mitt og þvílíkt drasl getur fylgt manni, ég legg ekki meira á ykkur! Enda var líka gott að koma heim og fara í góða sturtu eftir allan svitann Cool En ég verð víst að fjárfesta í hillum undir bækur og annað dót.
Næstu dagar og vikur fer í það að raða öllu upp áður en maður getur hreinlega farið að vinna í myndum aftur. Enda er það allt í lagi, sýningin mín er tilbúin, set hana upp á föstudagsmorgun. Það ætti að duga. Verð svo að hlaupa heim í sturtu og gera myndalista, því að ég vil hafa listann í númeraðri röð, eins og ég hengi upp myndirnar. Finnst stundum leiðinlegt að koma á sýningar þar sem númerin eru "hist og her".

Seinni partinn í júlí fer ég og mín spúsa (og gaurarnir auddað) til Súðavíkur og verðum þar í viku. Okkur áskotnaðist íbúð þar til leigu í viku og á áætlun er að keyra svolítið um og taka myndir. Auðvitað verður vatnslitablokkin og eða pastellitirnir með í för, því ekki nenni ég að draga með mér olíulitina. Fer allt of mikið fyrir þeim. Reyndar er það draumur minn að eignast góðan ferðabíl, rútu, sem ég get haft svefnaðstöðu og vinnuhorn, þar sem ég get verið að mála. Fínt að hafa frúna með til að laga kaffi og svoleiðis, hahaha! Ég sá einhverstaðar svona bíl þar sem eigandinn var búinn að innrétta bílinn þannig að aftast gat hann staðið við trönur eða setið við borð og málað það sem hann sá út um stórann glugga aftast á bílnum. Miðsvæðið var svo svefnaðstaða og eldunaraðstaða, kamar og flott. Maður þarf eiginlega meirapróf til að fá að keyra svona bíl.

Það er gert ráð fyrir bara góðu veðri næstu helgi og vonandi gengur það eftir. Hundleiðinlegt að halda útiskemmtun í roki og rigningu.

Þar til næst. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi Einarsson

Vertu ávallt velkomin, Guðmundur og hafðu með þér myndavélina góðu

Bragi Einarsson, 27.6.2007 kl. 17:08

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Gætir þú verið svo sætur að senda mér fréttatilkynningu og helst mynd ef þú getur/vilt svo að ég geti sett eitthvað um sýninguna þína í Vikuna? Held að hún rétt sleppi inn í blaðið áður en henni lýkur. Það er alltaf gaman að fá skemmtilegt efni inn í dagskrána okkar og við reynum eftir bestu getu að reka fólk á myndlistarsýningar ... netfangið mitt er gurri@birtingur.is 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.6.2007 kl. 20:02

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Kæri Bragi !

Gleðilegt sumar, megir þú eiga fallegasta og besta sumarið !

Ljós til þín

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 29.6.2007 kl. 06:55

4 Smámynd: Ólafur fannberg

mæti þegar sýningin verður

Ólafur fannberg, 29.6.2007 kl. 06:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband