1.7.2007 | 19:40
Sólseturshátíðin
Vá, mar! Aldrei hefur maður upplifað aðra eins veðurblíðu og var um helgina á Garðskaga á Sólseturshátíð. Strax á fimmtudeginum voru komin fellihýsi og tjöld og á föstudeginum streymdu inn húsbílar og hjólhýsi svo að tjaldsvæðið var nánast fullt. Sýningaopnunin tókst bara vel, um 3ö gestir skráðu sig í gestabókin á tveim tímum og þegar ég taldi í dag, hafa um 300 manns skráð sig í gestabókin. 7 myndir seldar af 20, bara nokkuð gott á fyrstu tveim dögum! Og hálfur mánuður eftir
Hátíðin tókst í alla staði vel, smá tæknileg vandamál með CD-spilara og þess háttar en ekkert sem ekki er hægt að laga næsta ár. Ef ég ætti að skjóta á gestafjölda sem fóru um svæðið þessa helgi, þá hafa gestir verið vel á 4 þúsundin, og þeir sem voru allan tíman, þ.e. tjaldbúar, um 700. Heimamenn voru duglegir að tjalda, en kannski ekki allir sem gistu kannski, enda stutt heim í hlýtt rúm, en slatti var það sem sat úti um nóttina í blíðunni, sungu og trölluðu. Og vitið þið bara hvað? Það var engin önugur nágranni sem vældi yfir því að geta ekki sofið fyrir söng og gleðskap, eins og maður hefur upplifað á hinum "stærri" tjaldsvæðum landsins. Ég setti nokkrar myndir inn á Myndaalbúm undir Sólseturhátíð 2007, ef þið viljið skoða.
Það var einhver gestur í stríðnispúka kasti, því að í gærkveldi þegar ég kom aftur á svæðið eftir grillið heima, tók ég eftir því að ein myndin var horfin af veggnum!!! Ég gjörsamlegast trompaðist, því að það kom einmitt fyrir í fyrra að einhver óprúttin aðili hreinlega stal einu tréskurðarverki og hefur aldrei sest síðan á almannafæri. Ég lét vertann vita og stúlkuna í afgreiðslu Byggðarsafnsins, en hún sagði að allt væri tekið upp og hægt væri að skoða upptökur eftir helgina. Mér leist ekkert á málið. Þar sem ég stóð fyrir frama auða svæðið, þar sem myndin átti að vera, datt mér í hug af einhverju rælni að kíkja í kompu þarna við hliðina og viti menn! Var ekki myndina þar stillt upp við vegg ofan á frystikistu!! Sjúkkitt, mar!
Jæja, allir skemmtu sér vel og lokaatriði hátíðarinnar var svo brenna um kl. 10:15 og logaði nokkuð glatt í timbrinu eitthvað fram eftir nóttu. Sólarlagið var fagurt og frítt og engin áföll, nema hjá þeim sem létu taka sig fyrir of hraðan akstur í gegnum bæinn!
Þeim var nær
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ólafur fannberg, 2.7.2007 kl. 02:22
Verð á staðnum á sunnudaginn kemur milli 13:00 og 17:00. Verið velkomin og takk fyrir komuna strákar.
Bragi Einarsson, 2.7.2007 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.