6.7.2007 | 16:02
Lokasmiðshöggið
Jæja, þá er nýtt þak og nýr kassi komin á húsið og búinn að bera á kassann líka! Samtals hefur þessi vinna tekið 3 heila daga og geri aðrir betur, eða þannig! Þarf bara fyrir haustið að setja flasningar á þakið og þá get ég sofið rólegur í rokinu í vetur. Þegar kassinn var rifinn, var tekin ákvörðun að skipta yfir á Símann með sjónvarpið, enda var örbylgjan eins og alkul stundum við ákveðin veðurskilyrði. Allt annað líf núna, þarf bara að skila Digital afruglaranum. Gamla loftnetið er komið í skúr og ef einhverjum vantar örbylgjuloftnet, látið mig vita.
Sýningin hefur gengið mjög vel, búinn að selja 8 myndir, bara góður árangur það, þykir mér. Núna er ég að dunda mér á nýja staðnum og er þegar farinn að skipuleggja alveg nýja línu í málverkinu, hættur að mála gamla kofa nema eftir pöntunum!
Dóttir mín og vinkona hennar hafa gert víðreisn undanfarnar vikur, flakkað á norðurlöndum, Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Slóveníu og Þýskaland. Og hvar haldið þið að þær eru núna? Í grenjandi rigningu á Hróaldskeldu! Þær gáfust reyndar upp á því að liggja í tjaldi og tóku nokkrar sig saman og tóku á leigu tvö herbergi í Köben og flakka um með lest á milli, enda ekki nema hálftímaferð með lest frá Köben til Hróaldskeldu. Vonandi fer nú að hætta að rigna, enda er allt á floti þarna, vatn og drulla upp á miðja kálfa og hvergi hægt að tilla sér til að hlusta á tónleika. Öll stígvél á Sjálandi seldust upp á hálfum degi, pollagallar, ponsjó líka! Dísess, þá segi ég nú bara, heima er best, enda búið að vera Kosta del veður hér á klakanum í 4 vikur samfellt, á meðan allt er á floti í Evrópu. En það er víst byrjað að dropa hérna á Suðurnesjum, en ekkert í líkingu við þarna í Danmörku.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þakka skemmtilega lesningu.
Heiða Þórðar, 11.7.2007 kl. 00:50
forvitnilegt að sjá hvernig nýjar myndir koma til með að líta út
Margrét M, 11.7.2007 kl. 15:33
Beta að klukka þig til að segja frá 8 atriðum um sjálfan þig Verður að nefna hver klukkaði þig og nefna 8 sem þú ætlar að klukka
Ólafur fannberg, 11.7.2007 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.