Íhaldskommi eða kommaíhald?

Þá liggur það ljóst fyrir. Þeir sem hafa ekki húmor og eru ekki sammála Íhaldinu í umhverfismálum, utanríkismálum, málefnum aldraðra, fjármálum, skólamálum, stóryðjumálum, kynferðismálum, vegamálum, launamálum, fiskveiðimálum og þessháttar gríni, eru Kommar! Það þýðir, ef þú ert ekki sammála þeim Stóra í einu og öllu og leyfir þér að efast, þá ertu Kommi, ef þú leyfir þér að gagnrýna, þá ertu Kommi. Þetta minnir mig svolítið á stefnu þeirra Kremverja hér áður fyrr, svei mér þá! Nema að þeir eru ekki farnir að flytja menn stórfeldum búferlum Austur á land í þrælabúðir!
En eins og fólk veit og vilja vita, stunduðu Kremlverjar stórfeldann áróður fyrir stefnu sinni og hikuðu ekki við að fremja glæpi til að standa við hana. Sem betur fer leið komúnisminn undir lok, því að hún var óholl mannkyninu það geta allir verið sammála um, líka alhörðustu íhaldsmenn. en stundum finnst mér þögnin, áhugaleysið, virðingaleysið og tilhneiging íhaldsins að leyfa ekki opna umræðu um ýmis mál, jaðra við komúnisma. Þá er það spurningin; Hvort er betra að vera Íhaldskommi eða Kommaíhald, því að báðar þessar stefnur hafa fært mankyninu meiri ófögnuð en gæfu!
Því segi ég enn aftur og stend við það; Lifi byltingin (og það þarf ekki að vera neitt Che og Kúbulegt við það slagorð)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband