13.2.2008 | 19:46
Borgarkróníkan
Þórólfur heitir maður og er Árnason. Var hann vænn maður og góður og starfaði sem borgarstjóri um hríð en hann fenginn úr einkageiranum til að sitja að völdum með R-listafólki. Hann kröklaðist frá völdum vegna tengsla sinna við olíufélag sem talið er að hafa svindlað á borgarbúum um margar milljónir. Þrátt fyrir vinsældir sínar sá hann sér ekki fært að sitja lengur. Andstæðingar hans í borgarstjórn hömuðust á honum og oddviti þeirra tók svo til orða, er hann var spurður af f´rettamönnum; "Ef þetta væri ég, mundi ég segja af mér". Samt var talið að Þórólfur ætti þá einu sök að hafa verið starfsmaður olíufélagsins og var að framfylgja skipunum yfirmanns síns.
Vilhjálmur heitir maður og er Þ. Viðhjálmsson. Er hann talinn vænn maður og góður en missti embætti sitt sem borgarstjóri út af hinu svokallaða REY-máli sem tröllriðið hefur borgina og landið allt. Er talið að hann hafi farið langt út fyrir starfslýsingu og starfssvið sitt og missti minnið um tíma og man ekki hvort að hann talaði við þennann eða hinn og hversvegna og út af hverju! Þegar hann og meðreiðasveinar og meyjar hans tóku völdinn aftur, var víst að hann tæki við stól borgarstjóra að 14 máuðum liðnum, en það er talinn sá tími og innan þeirra marka sem tekur venjulegann íslending að gleyma út af hverju menn voru að rífast út af þessa stundina.
Þetta gæti verið stutt ágrip af íslandsögunni eftir svo sem 250 ár, en í mínum huga situr þetta eftir: Þegar Þórólfur varð uppvís af sínu "saknæmi", hamaðist íhaldið í honum svo gengdarlaust að það var enginn furða að Þórólfur ákvað að taka hatt sinn og staf. Meðreiðasveinar og meyjar VÞV eru kannski búin að gleyma þeirri orrahríð og vil ég benda þeim á að andstæðingar þeirra í borgarstjórn hafa algjörlega látið það í friði að ausa VÞV auri og svívirðingum undanfarna daga.
Neibb, íhaldið í borginni ætti að skammast sín og sýna sóma sinn í því að biðjast Þórólfi að minnsta kosti afsökunar eða draga til baka mörg af þeim meiðandi ummælum í hans garðs og segja VÞV að taka hatt sinn og staf og starfa við eitthvað annað, þar sem minnið þarf ekki að vera að þvælast fyrir honum!
Svei mér þá!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.