1.11.2006 | 19:13
Matar- og bókaskattur
Var í Kóngsins Köben um helgina og datt inn í bókabúð Arolds á Kaupmangaragötu, beint á móti Sívala turninum. Á meðan frúin skoðaði sögubækur, skellti ég mér á efri hæðina og blaðaði þar í listabókum, sem þar eru í stæðum, rétt eins í Máli&Menningu á Laugarvegi. Reyndar raðað mjög svipað upp, þannig að maður varð að halla haus til að lesa á kjölinn, eða hreinlega að draga fram hverja einustu skræðu úr hillunni, til að lesa á kápuna. Sjálfsagt er það plássleysið sem kallar á þessa uppröðun, en mér lá ekkert á og á meðan ég var að rýna á hillurnar með hallandi haus, fór ég að velta fyrir mér verðinu í leiðinni. Þarna voru litprentaðar bækur í stóru og vönduðu bókbandi, um ákveðna listamenn eða listastefnur. Ég tók eina út úr hillunni og missti hreinlega andann, þegar ég sá verðið! Ekki vegna þess hve verðið var hátt, heldur þvert á móti. Þarna var þykk bók uppá 600 bls, með litprentuðum myndum á hverri síðu og kostaði skitnar 399 kr DKK, sem væri þá nákvæmlega 4.628,40 miðað við gegnið akkúrat á þessari mínútu. Þessi bók hefði ekki verið undir 8000 kr í M&M, Bókabúð Steinars og Pennanum! Reyndar sá ég bækur í svipuðu broti á 299 DKK (3.468,40) um Listasögu Danmerkur, reyndar ekki alveg ný, prentuð 2003, en mér er alveg sama. Ég fór einnig að hugsa um bókaverð hér heima og satt að segja blöskrar manni hreinlega hvað bækur eru dýrar og ekki vegna þess að rithöfundar og útgefendur eru að smyrja svona á bókna, heldur rányrkju hins opinbera í þessum flokki menningar hér á landi.
Eins er það matarverðið og þá er ég ekki að tala um Fötex, Fiskitorfuna eða eitthvað álíka, bara Jensen Buffhús, (Jensens Bøfhus) forréttur, buff og eftirréttur, ásamt bjór, 1/2 rauðvín, kostaði 250 DKK (2.900,00) á manninn, sem hefði farið vel yfir 10.000 kallinn á Argentína Steik hás!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.