3.11.2006 | 23:16
Brostímabil
Á morgun er prófkjör Samfó og um síðustu helgi fór fram framapotahnoðið hjá Sjöllum, eins og allflestir vita, sem greinilega ætlar að hafa einhverja eftirmála. Allavega virðist svo vera að Gulli og Grani (úps, Björn) séu ekkert allt of miklir vinir, ef marka má ummæli þess síðastnefnda í blöðum eftir prófkjörið. Vilja innmúraðir meina að Gulli hafi haft "uppfærðan" símalista, sem hinir höfðu ekki (púhúú!) nema Pétur, sem átti ekki síma sem virkaði! Eða varð það að honum fannst það ekki virka að hringja í fólk, svolítið erfitt að skilja mannin, en ég held að hann hafi átt við það, svei mér þá! En á þessum tímum brosa og handabanda er svolítið gaman að fylgjast með kandidötum, sem poppa upp á allflestum vinnustöðum landsins, með sparibrosið, takandi í hendur á fólki og kynna sig. Þetta gerist á fjögra ára fresti og klikkar ekki, nema ef stjórnin springur, sem gerist sjaldan nú orðið, enda verður að vera stöðuleiki í því eins og öðru! Það er að halda stjórninni gangandi, meina ég, ekki að sprengja hana í beinni, eins og gerðist um árið, en það er önnur saga. Í þessu bros- og handapatatímabilis, sem nú er í gangi, hef ég skoðað aðeins framsetningu flokkana í prófkjörinnu og hvernig þeir presentera sig. Sjallar eru samir við sig og vilja bullandi samkeppni og heiðarlega, að þeirra sögn, enda hafa þeir verið fylgismenn heiðalegrar samkeppni, þótt þeir séu að plokka augun úr hvort öðru. Þar vaða auglýsingar út um allt á síðum dagblaða og í sjónvarpi og bæklingar vella inn um bréfalúguna hjá manni og maður hefur ekki undan að fara með russlið út í tunnu. Samfó bannaði allar auglýsingar, en gáfu út sameiginlegan bækling eða fréttabréf, fór eftir því í hvaða kjördæmi prófkjörið fer eða fór fram. VG raða bara upp og eru á móti prófkjöri, raða upp eftir jöfunaraðferðinni og engin fær að blanda sér í hvernig listinn raðast upp. Einhverskonar uppröðun verður hjá Maddömunni og guð veit hvað Frjálslindir gera. Væntanlega verður prófkjör í einhverjum kjördæmum, uppröðun annarstaðar.
Það sem gerir prófkjör Samfó öðruvísi er að það er galopið öllum, sama í hvaða flokki þeir standa og þurfa ekki að skuldbinda sig neit. Ég hef heyrt harða íhaldsmenn segja að þeir vilji ekki vera blanda sér í prófkjör hjá öðrum, þrátt fyrir heimboðið, en gætu, ef þeir vildu, hópast á kjörstaði og kosið alla minni og óþekktari kandidata og þannig eyðilagt fyrir þeim sem vilja sækjast í 5 efstu sætin. Hvernig myndi listinn líta út ef svoleiðis "gjörningur" yrði nú að veruleika, að innvígðir menn væru þegar búnir að rotta sig saman að mæta á kjörstað og merkja við alla þá sem sækjast eftir sætum undir 5? Þá held ég að listin liti út eins og bros-grísinn á myndinni sem fylgir greininni. Það er allt hægt, menn þurfa bara að hafa hugmyndaflugið til að framkvæma það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.