7.11.2006 | 20:17
Prófkjör
Þá liggur niðurstaðan loksings fyrir í prófkjöri Samfó eftir stormsama helgi, sem lengi verður í minni haft. ekki vegna þess að það hafi gustað í kringum frambjóðendur, heldur vegna veðurs. Það sem mér kom einna mest á óvart er léleg staða okkar Suðurnesjamanna úr þessu prófkjöri. Suðurnes er fjölmennsta svæðið í kjördæminu og hefði Jón Gunnarsson alveg mátt fá sæti ofar á lista. Suðurnesjamenn hafa alltaf gasprað um það sínkt og heilagt að þeir eigi engan ráðherra eða þingmenn af svæðinu. Um síðustu helgi gafst þeim kjörið tækifæri á að halda inni einum Suðurnesjamanni í svo opnu prófkjöri, að það hálfa væri nóg. Samt tóku ekki nema rúm 5000 manns þátt! Og það búa um rúm 30.000 manns í kjördæminu! Og þeir sem raðas á listann eru mest allt Vestmannaeyjingar! Ekki að mér sé eitthvað illa við þá, er Vestmannaeyjingur sjálfur, en þar búa rétt um 3000 manns! Plús, kannski, ef við teljum Árna Jhonsen með. Með allri virðingu fyrir því góða fólki sem röðuðust í 5 efstu sætinn, þá sakna ég þess að Jón skuli ekki vera í þeim hópi. Hann hefur alveg staðið sig ágætlega og hefur verið málefnalegur í sínum málflutningi, þó að hann sé ekki nein "sjónvarpsstjarna" og alltaf í Íslandí í bítið eða hvað þetta heitir þarna á NFS sálugu! Jón hefur mikla reynslu bæði á sviði sveitarstjórnarmála héðan af Suðurnesjum og á þingi og hafa Samfylkingarmenn misst góðann mann úr sínum röðum, enda tók kappin þá ákvörðun að taka ekki sæti á listanum, enda er það rétt sem hann sagði sjálfur, að það væri greinilegt að kjósendur vilja hann ekki á listanum. Vil ég óska honum velfarnaðar á komandi árum.
En eins og niðurstaðan úr þessu prófkjöri var, yrði ég ekki hissa á því að Árni Jhonsen muni verma 2. sætið eða jafnvel 1. sæti! Annað eins hefur nú gerst í henni veröld. Ekki það að það væri svosem mátulegt á nafna hans Matthíesen, því að áður en breyting var á kjördæmaskipan, átti hann að vera einn að þingmönnum þessa kjödæmis, en stóð sig ekki sem skildi. Var of mikill LÍU maður, þegar hann var sjávarútvegsráðherra og lítið vinsæll hér á þessu svæði. Það er mitt mat og margra annara. Því var maður svolítið hissa að hann skildi færa sig yfir í annað kjördæmi, en sjálfsagt er það vegna þess að hann lagði ekki í hana Þorgerði.
Þá er eina "von" okkar Suðurnesjamanna er gamli silfurrefurinn Kristján Pálsson. Hver er það, skildi einhver spurja? Jú, hann nefnilega fór í fýlu síðast. Vegna þess að hann lenti neðarlega á lista Sjálfstæðismanna og bauð sig fram í sérframboði, sem varð til þess að hann hefur setið heima sl. 4 ár. Það væri sko gargandi snilld ef Árni J og Kristján væru í 1. og 2. sæti! Sko gargandi!
En hvað kemur mér þetta við! Ekki tek ég þátt í prófskjöri Sjálfstæðismanna!
Lifi byltingin!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.