7.11.2006 | 22:01
Símhringingar XD
Á innan við klukkutíma hafa nú þegar 3 aðilar hringt í mig að snapa atkvæði fyrir "sinn" mann í komandi prófkjöri Sjallana um næstu helgi. Svo sem allt í lagi, en ég hélt að ég hafi verið búinn að skrá mig úr flokknum! Eða ég stóð í þeirri meiningu. Fyrir allmörgum árum og kílóum síðan, aulaðist ég til að skrifa uppá eitthvert plagg, stuðningsyfirlýsingu, til að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Síðan hef ég reglulega fengið sendann póst, happdrættismiða og annan russlpóst,sem að öllu jöfnu hefur farið ólesinn í fötuna, a.m.k. síðustu 6 ár. Svo var það einn daginn að ég tilkynnti það til formanns sjálfstæðisfélagsins hér í bæ, að ég óskaði eftir því að vera tekin af skrá flokksins. Virðist sem sagt að "gamla" símaskráin hjá þeim í Valhöll sé enn notuð, þrátt fyrir tilraunir Guðlaugs til að nota uppfærða símaskrá. Sem sagt; ég hef tekið þá ákvörðun að kjósa ekki Sjallana um ókomna framtíð!
En til þess að vera alveg viss um að ég verði tekin af skrá, fór ég á www.xd.is og ætlaði að skoða möguleikann á að geta skráð mig af lista hjá þeim, en það eina sem ég sá í fljótu bragði, var að vísu möguleiki á að skrá sig í flokkinn. Þar sem ég er menntaður grafískur hönnuður, tók ég afrit af hnappa-dótinu af síðunni og legg til að síðan muni líta svona út (sjá mynd) svo að það væri auðveldara fyrir fólk að óska eftir að ganga úr flokknum, eins og að bjóða því uppá að ganga í flokkinn.
Ég vona að hönnuður síðunnar fyrirgefi mér þessa kersni! :)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ég vona það barasta! þá mun ég setjast á hana og þá verður hún fjólu-blá!
Bragi Einarsson, 7.11.2006 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.