"Útlendingavandamál" eða íslenskt?

Fyrir áratug eða svo var ógerningur að fá fólk til til fiskvinnslustarfa hér á landi. Íslendingum þótti það óspennandi og sóðaleg vinna og það var “fíla” af þeim sem unnu í fiski og léleg laun og mikil vinna og…..svo mætti lengi telja. Fiskverkendum datt þá í hug að fá Pólverja til starfa og hafa, eftir því sem ég best veit, aldrei séð eftir þeirri ákvörðum. Fiskvinnslan á hreinlega undir því erlendu vinnuafli að þakka til að getað starfað eðlilega. Margir af “þessu fólki” eru orðnir íslenskir ríkisborgarar, börnin þeirra ganga í skóla og yfir höfuð líður ágætlega, miðað við ástandið í þeirra heimalandi. En alltaf megum við gera betur.
Eini glæpurinn sem hefur verið framin hér, er þegar svokallaðar starfsmannaleigur fóru að “flytja” inn ódýrt vinnuafl og hreinlega að brjóta á því fólki sem hingað kom, því var troðið, allt of mörgum, í allt of litlar kompur hér og þar út um allan bæ, var snuðað um launagreiðslur og hreinlega logið að því.
Þið munið eftir þeirri umræðu, líka Magnús Þór. Var það “þessu fólki” að kenna? Nei, okkur sjálfum.

Ég held líka að þegar Magnús Þór talaði um stjórnun á flæði til landsins, þá geri ég ráð fyrir að hann sé að meina (vonandi) að við viljum vita hvort að þeir sem koma hingað séu með hreint sakavottorð eða dæmdir fyrir brot í sínu heimalandi, eða í því landi sem það kemur frá. Þá held ég að Útlendingaeftirlitið standi sig alveg ágætlega í þeirri vinnu. Sjáðu bara hvernig þeir fóru með Vítisengla og voru þeir bara að koma frá Köben!
Einnig var ég mjög ósáttur þegar Magnús Þór fór að blanda trúmálum inn í þessa umræðu sína, en það er ekki rétt að dæma alla Islamstrúarmenn sem glæpamenn! Við gætum þá hreinlega alveg eins vísað öllum hægri sinnuðum, kristnum bandaríkajmönnum, sem styðja Repúblikanaflokkin og lesa Bibíuna, úr landi, vegna þess að þeir styðja Bush og innrásina í Írak og styðja hryðjuverkamennina í Ísrael! Þessi ummæli Magnúsar í Silfri Egils um “Múslimavandamál” var óheppileg vægast sagt.
Við sem teljum okkur vera upplýsta og menntaða þjóð, eigum ekki að spara neitt, þegar kemur að málefnum þeirra sem vilja flytja hingað til lands, heldur bjóða þeim menntun í íslensku og gera þeim kleift að standa sig í íslensku samfélagi.

Og að lokum, gott folk, þið sem nenna að lesa þetta, það er örugglega meira vandamál af heimskum, íslenskum rugludöllum hér á landi en heiðarlegu fólki frá Thailandi, Filipsseyjum, Póllandi og víða, sem vill lifa hér á landi í sátt við umhverfi sitt og alla íslendinga.
Ekki gefa ykkur það fyrirfram að allir “innflytjendur” séu vandamál. Þá fyrst fer að verða vandamál og það stórt!

Lifið heil! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi Einarsson

Takk, sömuleiðis.

Bragi Einarsson, 10.11.2006 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband