13.11.2006 | 21:57
Hvað er góð kosning?
Hef skemmt mér sæmilega undanfarna daga út af ummælum stjórnmálamanna, sér í lagi toppanna á D-lista og S-lista. Hver þykir sinn fugl fagur, ekki er nú vöntun á því, skal ég segja ykkur. Fyrir rúmum áratug þótti það vera glæpur hjá Íhaldinu, þegar menn fengu rússneska kosningu, hvort sem það var nú í formannskjöri, varaformanns eða prófkjöri. Það þótti ekki vera lýðræðislegt, ef sitjandi þingmaður eða formaður fékk ekki mótatkvæði. Vissulega má Geir vera glaður með að fá yfir 90% atkvæða í 1. sæti í Reykjavík, hann má eiga það, kallinn. En þetta var rússnensk kosning og Þorgerður tekur undr það. En þrátt fyrir þessa góðu kosningu þá eru þarna um 7% íhaldsmanna sem eru EKKI ánægðir með formann sinn, og það ættu þeir að hafa áhyggjur af, sérstaklega þegar þeir segja og fullyrða, að EINHUGUR er á bak við Geir. Ég myndi reyna að sannfæra þessi 7% að ganga af villu sinni, ef ég væri Geir. Talan 100% er bara svo miklu skemmtilegri tala. Síðan er skotið á Samfó-liðið; ISG fékk víst aðeins 70% í fyrsta sæti og má ætla það að 30% séu ekki ánægðir með hana á toppnum og vilja Össur frekar. Maður myndi ætla að það væri vantraust á sitjandi formann að fá ekki fleiri atkvæði, en þetta á víst að heita opinn og lýðræðislegur flokkur sem þolir ekki rússneska kosningu. Þorgerður var alveg himinlifandi í Silfrinu á sunnudag og valtaði yfir ISG og sagði að flokkurinn væri ótrúverðugur. Hm.
Svo er það Árni M. Blessaður karlinn, fékk innan við 50% atkvæða og hann hélt ekki vatni yfir því hve ánægður hann væri með prófkjörið! Bíðið við, er þetta ekki í algjörri andstöðu við það sem átti að gerast í Reykjavík hjá íhaldinu, það áttu ALLIR að styðja við bakið á sínum manni, þ.e. góð kosning sýndi gott bakland? Samkvæmt þessu á Árni M. ekki gott bakland í Suðurkjördæmi. Hreinlega myndi ég segja að þetta væri vantraust á sitjandi þingmann og ráðherra, að fá ekki meira út úr prófkjörinu en þetta og nánast verða buffaður af fyrrverandi Kvíabryggjumanni! Árni J. sagði það eftir prófkjörið að nú ætti að líta fram á veg og gleyma því liðna! NEI. Menn ættu aldrei að gleyma því sem Árni J. gerði og sagði og laug að alþjóð, þegar hann var nappaður. ALDREI! En, fólkið kaus hann í 2. sæti og mér þykir það vera umhugsunarvert að fólk skuli vera svo illa haldið, að kjósa siðblindann mann á þing! Eins og einhver sagði; Mundi t.d. Tryggingarstofnun endurráða gjaldkera, sem hefur stolið milljónum úr kassa stonunarinnar? Hm, neibb! Held ekki, þó svo að sá ímyndaði gjadkeri hafi setið af sér dóm og allt það hefur endurgreitt samfélaginu skuld sína.
Vonandi sjá þetta allir í vor.
Lifi byltingin!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.