16.11.2006 | 22:03
Glammrrrr!
Djö.... er kalt úti! Það hreinlega frjósa á manni heilastöðvarnar þegar maður fer út í þennann kulda á morgnana. Svo kalt að það hefur ekkert gerst hér á blogginu mínu bara síðan síðast! Ég er búsettur á þannig stað að bíllinn er fljótandi í salti vegna sjóroks. Þurfti að bæta á rúðupissið á bílnum í dag enda hef ég ekki undan að skola rúðuna á bílnum. Varð líka að splæsa á bílinn nýjum rúðuþurrkum. Lét kuldagallakarlinn á Esso sjá um þetta fyrir mig. Gott á hann! Það er svo mikið frost hjá mér núna að ég hef eiginlega ekkert að fjasa um, enda er ég eiginlega orðlaus eftir "tæknilega" bullið í honum Árna þessa dagana. Ætla að fá mér heitt kakó og skríða undir sæng og fara að lesa.

Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.