17.11.2006 | 17:51
Hættulegir íslendingar?
Var að jafna mig eftir lestur Hannesar Hólmsteins um Kalda stríð sögunar í Fréttablaðinu. Brrrr. Hann er samur við sig. Samkvæmt bullinu hans, þá er það öllum vinstri sinnuðum mönnum á íslandi að kenna að Kalda stríðið var eins kallt og raunin varð. Ég hef áður á þessum vettvangi talað um það að "kalda stríðið" var ekki einhliða barátta Rússa gegn vesturveldum. Baráttan var gagnkvæm. Vissulega tóku menn afstöðu með eða á móti, það gera menn ennþá. Vissulega höfðu menn í meginatriðum rangt fyrir sér og hafa enn. Vissulega var slegist á Austuvelli og má vera að það eigi eftir að gerast aftur. Hannes talar og skrifar alltaf eins og hann og hugmyndir hans séu þau einu réttu, sama hversu vitlaus hún kann að vera. Allavega fyrir okkur hin sem eru ekki sammála honum. Og það er einmitt kjarnin. Það eru ekki allir sammála honum og þess vegna verða "köld stríð" vegna þess að menn eru ósammála. Maður er að vona það á 21. öld að stjórnmálamenn tileinki sér mannúðlegri stjórnmálastefnu, hvort sem hún er til hægri eða vinstri, og hætti að grenja þó að einhverjir séu ósammála þeim. Af því að honum hefur verið tíðrætt um Sóíalista, Kommúnista, Gúlakið, Rússa, njósnara og leyniþjónustur, þá stunduðu bandaríkjamenn álíka kaldasríðs rugl og rússar! Má ég bara nefna Joseph MacCarty (held að það sé stafsett svona) tímabiðið í USA. Þar sem, ekki bara vinstri sinnuðum, fólki var hreinlega smalað á frekar ógeðfeldann hátt fram fyrir einhvers konar "rétt-trúnaðar-nefnd" og borið uppá þá sakir, sem ekki var fótur fyrir. Leikarar, fréttamenn, rithöfundar og bara venjulegt fólk þurfti að þola mannorðsmorð og margir fluttu úr landi vegna þessara ofsókan. Þetta voru ofsóknir af verstu sort í hinum vestræna heimi á okkar tímum og ég hef aldrei séð stafkrók frá Hannesi um "þessi" mál. Væri bara betra að viðurkenna að þessir hlutir áttu sér stað og við ættum að læra af þessu? Í mínum huga er Hannes "öfgamaður" eins og aðrir öfgamenn, hann er hægri öfgamaður! Hann snýr öllu á haus, sér í hag.
Lifi byltingin!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.