17.11.2006 | 22:53
Mikið lifandi, skelfing eru auglýsingar leiðinlegar!
Dísess! Ok, ég sat ásamt minni ekta kvinnu og syni í sófanum áðan og horfði á X-Factorinn. Þegar við vorum búin að horfa í 5 mínútur komu jólaauglýsingar í 10 mínútur og svo 2ja mínútna ræma um hvað kæmi næst og þá komu jólaauglýsingar aftur og svo.... Í stuttu máli, klukkutíma þáttur var í raun ekki nema 15 mín. ef auglýsingum og öðru væri klippt í burtu! Nú fer að vaða yfir mann tímabil þar sem maður hefur góða afsökun á að horfa EKKI á sjónvarp, minnsta kosti fram að jólum. Nú fer að renna sá tími í hönd að 60% útsendingatímans eru jólaauglýsingar! Og verður sama á hvaða stöð maður reynir að glápa á, RUV og RUV+, Stöð2 og Stöð2+, Skjár1, 2, 3, 4, 5, 6, 7 ,8, 9 og 10, og líka Sirkus 1, og 2 og 3. Einnig fer maður að stilla á gömlu gufuna í útvarpinu, Laufskálann, nútímatónlist og útvarpsöguna og veðurfréttakallin með málmröddina. Einnig fara blöðin nánanst ólesin í sorpið og bæklingarnir að haugast inn um bréfalúguna hjá mér. Fyrir síðustu jól varð ég að skipta 3var um gorm í lúgunni vegna álgags! Og borga aukagjald til Kölku vegna þess að ég var komin langt, langt, langt yfir leyfilegt hámark.
Ok,svona er víst frelsið, menn hafa frelsi til að myrða saklaus tré, bara til þess að saklaus neytenda-fórnarlömb eins og ég, hendi þeim á haugana. Ætli þetta sé það sem kallast hringrás lífsins?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Horfði einmitt á X-factor í kvöld og get tekið undir þetta með þér. Maður þarf að drekka ansi mikið af vatni til þess að geta nýtt þessar pásur í klósettferðir! Sem betur fer var lítill hvolpur í heimsókn sem sá um skemmtiatriði í hléunum...
Frétti svo þegar ég kom hingað í vinnuna að það væri byrjað að sýna jólatónlistarmyndbönd á Skjá einum - er það ekki way too much? Jólahjól um miðjan nóvember?
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 18.11.2006 kl. 00:37
Já það er ekki hægt að tékka á einum einasta fjölmiðli í desember, það er ekkert nema endalausar auglýsingar, og aðallega svona sömu 5-6 aftur og aftur og aftur
Eva Kamilla Einarsdóttir, 18.11.2006 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.