23.11.2006 | 09:41
Ríkisreknir stjórnmálaflokkar?
Ja, hérna! Undanfarin ár og áratug hafa íhaldsmenn stundað áróður fyrir einkarekstri, sem er í sjálfu sér gott mál, sérstaklega hvað varðar bankastofnanir og aðrar þjónustur sem voru á vegum ríkisins. Þó svo að hagkerfið hafi haft tiltölulega gott af einkavæðingu bankana, gleymdist kannski skattahlutinn í þeirri einkavæðingu, en það má deila um þau mál endalaust. Íhaldið hefur talað fyrir einkavæðingu á öllum stigum, einkavæðing í raforkugeira, einkavæðing í skólum og leikskólum, einkavæðing hér og einkavæðing þar. Sumt gengur upp enn annað ekki. T.d finnst mér það vera svolítið skrítið að vera tala um einkavæðingu á framhaldskólum (sb. nýja framhaldskólann í Borgarnesi) en svo þarf ríkið samt sem áður að punga út fyrir rekstri og leigu! Undanfarin misseri hefur verið rifist mikið á hinu háa Alþingi um fjáreiður stjórnmálaflokka og vilja sumir opna allt uppá gátt en aðrir vilja helst hafa þetta leyndó áfram. Nú hafa þingmenn eða nefnd á vegum þeirra, samþykkt ályktum um að stórauka fjármagn til stjórnmálaflokka gegn því að setja þak á peningastyrkjum til þeirra frá einstaklingum og fyrirtækjum. Hm. Var einhver að tala um að gera RUV að hlutafélagi? Ég sem styð ekki XD, XB, XS, XF eða XV, á nú allt í einu að fara borga fyrir rekstur á þessum flokkum! Það á semsagt að setja einhverns konar nefskatt á skattgreiðendur til reksturs flokkana. Ég hef engann áhuga að borga nokkuð til sjálfstæðisflokksins eða annara flokka með einhverju föstu gjaldi á ári, ég ætti að geta tekið þá ákvörðun sjálfur, ef ég hefði áhuga á því.
Það var líka athyglisvert að heira í fyrrverandi framkvæmdarstjóra Sjálfstæðisflokksins í fréttum í gær, að hann óttaðist að mjög fjársterkir aðilar geti hreinlega "keypt" stjórnmálamann eða flokk og því verði að setja einhverjar reglur. Skrítið af honum að taka svona til orða. Ég veit ekki betur að áður fyrr hafi einmitt hans flokkur fengið milljónir frá einstaklingum og fyrirtækjum í styrki og hvað er það annað en að "kaupa" sér atkvæði? Eða er gamla heildsölu-íhaldið orðin deyjandi stétt? Og er verið að setja þessar reglur til að tryggja að Baugsveldið geti ekki náð óeðlilegum áhrifum í stjórnmálum? Eru menn komnir í hring hérna eða hvað?
Þetta er lýðskrum og ekkert annað.
Ég veit ekki hvort að fólk hafi tekið eftir því að í þessum tillögum er einnig verið að setja meiri álögur á sveitarfélög, en nú verða sveitarfélög að styrkja alla þá aðila, sem eru í framboði, fara í framboð eða eru að hugsa að fara í framboð. Hvaðan á sveitarfélögin á fá þetta aukna fjármagn? Á að hækka skatta? Eða ætlar Ríkið að leggja pening í þetta? Væri þá ekki nær að nota þessa peninga í skólakerfið?
Sá spyr sem ekki veit...
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1236747
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.