26.11.2006 | 13:18
Atkvæðaveiðar hafnar hjá Framsókn!
Það var virkilega gaman að sjá og heyra formann Framsóknar viðurkenna það svo afdráttarlaust í fréttum í gær að þátttaka Íslendinga í hildarleiknum í Írak, hafi verið röng og jafnvel (tæknileg?) mistök. Það er greinilegt að með nýjum formanni, þá séu nýjir vindar og ferskari vindar væntanlegir frá þessum gamla kredduflokki. Flokkur sem fyrir löngu hefur glatað hugsjónum sínum í valdagræðgi og allt of löngu samstarfi við enn meiri kreddu- og sjálfgæsluflokki, Sjálfstæðisflokki. Meira að segja er Kristinn H. orðin "inn" í hugmyndafræði Framsóknar, maðurinn sem hefur þurft að sitja úti í kuldanum ansi lengi, vegna andstöðu sinnar við stefnu flokks síns í ansi mörgum málum. Það var líka gaman að sjá innvígða flokksmenn klappa dátt, þegar Jón sagði að það þurfi að "tala um málin hreinskilningslega (lófaklapp all gríðarlegt!) um þetta, hvort sem einhver okkar tengdust þessu sjálf eða komu þar hvergi nærri". Á hann þar við sjálfan sig, að hann hafi hvergi komið þar nærri? Það er auðvelt að vera stikkfrí í sínum flokki, sem greinilega og staðfastlega studdi þessa ákvörðun, eftir að Davíð var búinn að ákveða gjörninginn fyrir Halldór á sínum tíma. Það er samt greinilegt að Framsóknarflokkurinn er farinn í harða kostningabaráttu og ætlar sér greinliega að endurskoða afstöðu sína upp á nýtt. Það er bara gott og vel. En þrátt fyrir það þá ætti Famsókn og Sjálfstæðisflokkur helst að taka sér ævilangt frí frá Alþingi eða að minsta kosti næstu tvo kjörtímabil og endurskoða sín mál all rækilega. Þrátt fyrir að Framsókn og Jón séu að sýna einhverskonar "iðrun" ættu kjósendur samt ekki að láta blekkjast í næstu kosningum. Leggjum Framsókn niður. Rasskellun Sjálfstæðismenn og gerum þetta þjóðfélag mannúlegra en það er. Við erum nógu rík til þess. Að minnsta kosti er ansi frjálslega talað um það við hátíðleg tækifæri. En það er greinilegt að víða er pottur brotinn, því ef allt væri í svo í rífandi lagi, hvers vegna eru þá AFA samtökin komin með annan fótin í framboð? Væri þá ekki rétt að Öryrkjabandalagið geri slíkt hið sam. Einstæðar mæður? Innflytjendur? Ljósmæður?Skólafólk? Strætóbílstjórar?....
Vinur minn sagði við mig í gærkveldi að til þess að lýðræðið verði virkt, þá ætti að vera 15 sæti á alþingi, þar sem væru úthlutuð til manna í þjóðfélaginu eins og happdræti, það væri hreinlega dregið úr nöfnum þeirra sem ekki væru þegar í framboði, bara venjulegt fólk, flakarinn á Flateyri, lyftarastjórinn á Akureyri, gröfustjórninn á Grundafirði, afgreiðslustúlkan á Akranesi. "Til hamingju, þú varst dregin úr stórum poti til að sitja sem fulltrúi litla mannsins og óháðra á Alþingi"!
Ég verð að segja að ég hef heyrt margt vitlausara um ævina!
Því segi ég enn og aftur og stend við það: Lifi byltingin!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.